Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fim 21. mars 2024 19:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
Virtur ísraelskur blaðamaður hefur áhyggjur af Alberti - „Allir í Ísrael eru að tala um hann"
Icelandair
Albert Guðmundsson hefur átt frábært tímabil með Genoa á Ítalíu og er mættur aftur í íslenska liðið.
Albert Guðmundsson hefur átt frábært tímabil með Genoa á Ítalíu og er mættur aftur í íslenska liðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við ísraelska fjölmiðlamanninn Amit Lewinthal sem vinnur hjá One í heimalandinu. One er stærsta íþróttavefsíðan í Ísrael. Hann ræddi um leikinn sem fram fer í kvöld.

Amit sér leikinn eins og flestir, jafn leikur fyrir fram. „Ég held að bekkurinn gæti ráðið úrslitum , margir góðir leikmenn eru á bekknum hjá Ísrael eins og Oscar Gloukh og líka Adaba. Þetta verður bardagi milli líkamlegu hliðarinnar hjá Íslandi og tekknísku hliðarlinnar hjá Ísrael. Khalaili getur orðið stjarna leiksins, hann hefur spilað mjög vel og athyglin verðir á Zahavi sem leiðir línuna. Leikmennirnir í kringum Zahavi geta nýtt sér það til að skora mörk."

Lestu um leikinn: Ísrael 1 -  4 Ísland

„Það er mjög óvænt að Oscar Gloukh, sem er stóra stjarnan í Ísrael og spilar í Salzburg, sé ekki í byrjunarliðinu. Allir blaðamennirnir í Ísrael eru núna að gagnrýna þessa ákvörðun. Miðjan er ekkert rosalega sterk heldur, þeir sem eru með Peretz eru ekki líkamlega sterkir eins og Abu Fani sem er á bekknum."

„Það er mikil pressa á Alon Hazan þjálfara liðsins. Hann veit að ef hann tapar í dag þá mun hann ekki halda starfinu. Hann verður að ná í úrslit, annars verður mikil gagnrýni, fólk býst við því að Ísrael vinni leikinn."


Amit hefur áhyggjur af Alberti Guðmundssyni í liði Íslands, það sé leikmaður sem verði að stoppa. „Allir í Ísrael eru að tala um hann, hefur skorað tíu mörk í Serie A. Það er held ég aðalatriðið að stoppa hann. Það eru tveir hlutir sem lagðir eru áherslur á varðandi íslenska liðið. Fyrsta lagi pressa íslenska liðsins og föstu leikatriðin. Liðin mættust fyrir minna en tveimur árum og vita við hverju á að búast. Það kæmi mér ekki á óvart ef leikurinn yrði framlengdur og fari jafnvel í vítaspyrnukeppni," sagði Amit.

„Allir í Ísrael eru mjög bjartsýnir, ég hitti ekki einn í Ísrael sem hélt að við myndum ekki fara áfram. Ég er sá eini sem er efins, kannski veit ég eitthvað, kannski ekki."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst. Hann ræðir um áhrif stríðsins og segir að ísraelska liðið vilji gleðja fólkið heima fyrir.
Athugasemdir
banner