Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fim 21. mars 2024 19:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
Virtur ísraelskur blaðamaður hefur áhyggjur af Alberti - „Allir í Ísrael eru að tala um hann"
Icelandair
Albert Guðmundsson hefur átt frábært tímabil með Genoa á Ítalíu og er mættur aftur í íslenska liðið.
Albert Guðmundsson hefur átt frábært tímabil með Genoa á Ítalíu og er mættur aftur í íslenska liðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við ísraelska fjölmiðlamanninn Amit Lewinthal sem vinnur hjá One í heimalandinu. One er stærsta íþróttavefsíðan í Ísrael. Hann ræddi um leikinn sem fram fer í kvöld.

Amit sér leikinn eins og flestir, jafn leikur fyrir fram. „Ég held að bekkurinn gæti ráðið úrslitum , margir góðir leikmenn eru á bekknum hjá Ísrael eins og Oscar Gloukh og líka Adaba. Þetta verður bardagi milli líkamlegu hliðarinnar hjá Íslandi og tekknísku hliðarlinnar hjá Ísrael. Khalaili getur orðið stjarna leiksins, hann hefur spilað mjög vel og athyglin verðir á Zahavi sem leiðir línuna. Leikmennirnir í kringum Zahavi geta nýtt sér það til að skora mörk."

Lestu um leikinn: Ísrael 1 -  4 Ísland

„Það er mjög óvænt að Oscar Gloukh, sem er stóra stjarnan í Ísrael og spilar í Salzburg, sé ekki í byrjunarliðinu. Allir blaðamennirnir í Ísrael eru núna að gagnrýna þessa ákvörðun. Miðjan er ekkert rosalega sterk heldur, þeir sem eru með Peretz eru ekki líkamlega sterkir eins og Abu Fani sem er á bekknum."

„Það er mikil pressa á Alon Hazan þjálfara liðsins. Hann veit að ef hann tapar í dag þá mun hann ekki halda starfinu. Hann verður að ná í úrslit, annars verður mikil gagnrýni, fólk býst við því að Ísrael vinni leikinn."


Amit hefur áhyggjur af Alberti Guðmundssyni í liði Íslands, það sé leikmaður sem verði að stoppa. „Allir í Ísrael eru að tala um hann, hefur skorað tíu mörk í Serie A. Það er held ég aðalatriðið að stoppa hann. Það eru tveir hlutir sem lagðir eru áherslur á varðandi íslenska liðið. Fyrsta lagi pressa íslenska liðsins og föstu leikatriðin. Liðin mættust fyrir minna en tveimur árum og vita við hverju á að búast. Það kæmi mér ekki á óvart ef leikurinn yrði framlengdur og fari jafnvel í vítaspyrnukeppni," sagði Amit.

„Allir í Ísrael eru mjög bjartsýnir, ég hitti ekki einn í Ísrael sem hélt að við myndum ekki fara áfram. Ég er sá eini sem er efins, kannski veit ég eitthvað, kannski ekki."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst. Hann ræðir um áhrif stríðsins og segir að ísraelska liðið vilji gleðja fólkið heima fyrir.
Athugasemdir
banner