Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 21. apríl 2021 20:49
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Haaland klúðraði víti í sigri - Wolfsburg í þriðja sæti
Vonir Borussia Dortmund um að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eru enn á lífi eftir 2-0 sigur liðsins á Union Berlin í þýsku deildinni í kvöld.

Dortmund fékk vítaspyrnu á 27. mínútu. Marco Reus féll í teignum eftir litla snertingu en engu að síður dæmd vítaspyrna. Erling Braut Haaland steig á punktinn en Andreas Luthe varði vítið frá honum.

Haaland komst í frákastið potaði boltanum í átt að marki og kláraði svo Reus færið. Raphael Guerreiro gerði annað mark Dortmund undir lok leiksins. Dortmund er í fimmta sætinu með 52 stig, fjórum stigum á eftir Frankfurt þegar fjórar umferðir eru eftir.

Wolfsburg er þá komið upp í þriðja sæti eftir 3-1 sigur á Stuttgart og þá vann Hoffenheim góðan 3-2 sigur á Borussia Monchengladbach. Andrej Kramaric skoraði tvö mörk fyrir heimamenn.

Úrslit og markaskorarar:

Borussia D. 2 - 0 Union Berlin
0-0 Erling Haland ('27 , Misnotað víti)
1-0 Marco Reus ('27 )
2-0 Raphael Guerreiro ('88 )

Hoffenheim 3 - 2 Borussia M.
0-1 Alassane Plea ('25 )
0-2 Valentino Lazaro ('45 )
1-2 Andrej Kramaric ('48 )
2-2 Ihlas Bebou ('60 )
3-2 Andrej Kramaric ('65 )

Werder 0 - 1 Mainz
0-1 Adam Szalai ('16 )

Stuttgart 1 - 3 Wolfsburg
0-1 Xaver Schlager ('13 )
0-1 Philipp Forster ('26 , Misnotað víti)
0-2 Wout Weghorst ('29 )
0-3 Yannick Gerhardt ('65 )
1-3 Gonzalo Castro ('90 )
Athugasemdir
banner