Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   sun 21. apríl 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Erkifjendur mætast í Víkinni og Besta kvenna fer af stað
Verða læti í Víkinni?
Verða læti í Víkinni?
Mynd: Fótbolti.net
Valskonur byrja gegn Þór/KA
Valskonur byrja gegn Þór/KA
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það er stuð og stemning í íslenska boltanum í dag en erkifjendurnir Víkingur og Breiðablik mætast í 3. umferð Bestu deildar karla og þá fer Besta deild kvenna af stað.

Klukkan 14:00 mætast KA og Vestri í Bestu deild karla. KA hefur aðeins fengið eitt stig úr fyrstu tveimur leikjunum en Vestri er áfram án stiga.

Klukkan 17:00 mætast nýliðar ÍA og Fylkir klukkan 17:00 í Akraneshöllinni. Skagamenn eru með 3 stig á meðan Fylkir er með eitt stig.

Stórslagur umferðarinnar er síðan klukkan 19:00 er Víkingur og Breiðablik eigast við í Víkinni. Þessi lið hafa verið tvö bestu lið deildarinnar síðustu ár og er yfirleitt boðið upp á mikinn hita, spjöld og öllu sem því fylgir. Bæði lið eru með fullt hús stiga.

Besta deild kvenna fer þá af stað en einn leikur er á dagskrá er ríkjandi meistarar Vals mæta Þór/KA á N1-vellinum á Hlíðarenda klukkan 15:00. Tindastóll og FH áttu að mætast klukkan 16:00 á Sauðárkróksvelli, en leiknum hefur verið frestað vegna vallaraðstæðna.

Einnig er spilað í fyrstu umferð í Mjólkurbikar kvenna en hér fyrir neðan má sjá alla leiki dagsins.

Leikir dagsins:

Besta-deild karla
14:00 KA-Vestri (Greifavöllurinn)
17:00 ÍA-Fylkir (Akraneshöllin)
19:15 Víkingur R.-Breiðablik (Víkingsvöllur)

Besta-deild kvenna
15:00 Valur-Þór/KA (N1-völlurinn Hlíðarenda)

Mjólkurbikar kvenna
13:00 Fjölnir-Sindri (Egilshöll)
14:00 Njarðvík-ÍH (Nettóhöllin-gervigras)
14:00 Völsungur-FHL (PCC völlurinn Húsavík)
15:00 Augnablik-Fram (Kópavogsvöllur)
15:00 Smári-Grindavík (Fagrilundur - gervigras)

Lengjubikar karla - C-deild, riðill 1
14:15 Úlfarnir-Hörður Í. (Lambhagavöllurinn)
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 7 6 0 1 18 - 7 +11 18
2.    Breiðablik 6 4 0 2 15 - 9 +6 12
3.    FH 7 4 0 3 11 - 11 0 12
4.    Valur 6 3 2 1 9 - 5 +4 11
5.    Fram 6 3 2 1 7 - 4 +3 11
6.    KR 7 3 1 3 13 - 12 +1 10
7.    Stjarnan 6 3 1 2 8 - 7 +1 10
8.    ÍA 6 3 0 3 14 - 9 +5 9
9.    HK 6 2 1 3 6 - 10 -4 7
10.    Vestri 7 2 0 5 5 - 16 -11 6
11.    KA 7 1 2 4 11 - 15 -4 5
12.    Fylkir 7 0 1 6 7 - 19 -12 1
Athugasemdir
banner
banner
banner