Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Óli Kristjáns: Þegar þú skapar þér ekki færi er erfitt að skora
Nadía skoraði fyrsta markið gegn gömlu félögunum - „Ég leyni á mér"
Blómstrar í nýju umhverfi - „Hún er eitthvað annað góð í fótbolta"
Ósvald Jarl: Búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina
Aron Birkir: Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með
Ásgeir Helgi um nýjan liðsfélaga sinn: Það er töframaður í honum
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
   sun 21. apríl 2024 20:07
Matthías Freyr Matthíasson
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er ekkert ánægður með hvernig þetta þróaðist í seinni hálfleiknum. Mér fannst óþarfi að missa þetta svona niður og missa hugrekkið og kraftinn. Þeir refsa okkur hrikalega Skagamennirnir og gerðu það bara hrikalega vel sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis eftir slæmt 5 - 1 tap gegn ÍA í dag í þriðju umferð Bestu deildar karla. 


Lestu um leikinn: ÍA 5 -  1 Fylkir

Ef maður reynir að taka eitthvað jákvætt út úr þessu að þá fannst mér við spila feykivel í fyrri hálfleik og þannig séð yfirburðir inni á vellinum. En samt skora þeir mark, svona gegn gangi leiksins fannst mér, sennilega úr þeirra fyrstu sókn. Við fáum svo rautt á okkur sem var bara sanngjarnt.

Mér fannst samt vera möguleiki á að koma til baka og stilla því þannig upp að við gætum haldið áfram að pressa og slíkt og eitthvað sem við ætluðum að gera í seinni hálfleik en við þurftum að gera breytingar í seinni hálfleik, Orri slæmur í bakinu þannig að við tókum hann útaf . 

Við erum ánægðir með fyrstu tvo leikina og fyrri hálfleikinn og þurfum að byggja á því og taka það jákvæða með okkur. Við gleymum þessum og reynum að læra af þessu og koma sterkari til baka. 

Ungur strákur, Theodór Ingi sem er fæddur 2006 spilaði 20 mínútur í síðasta leik og aftur í dag og skorar sitt fyrsta mark, það hlýtur að vera ánægjulegt. 

Bara frábært. Það er það sem Fylkir gengur út á. Fleiri að spila sína fyrstu leiki í efstu deild, Stefán og Aron Snær og það er bara jákvætt. 

Það er stefnan hjá Fylki, að láta unga leikmenn spila í stað þess að taka erlenda leikmenn.

Já þetta er þriðja árið sem við ákváðum að taka þann pól í hæðina höfum bullandi trú á þessum strákum.

Nánar er rætt  við Rúnar Pál í sjónvarpinu hér að ofan. Meðal annars um hvernig var að spila inni í Akraneshöllinni í dag.


Athugasemdir
banner