Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   sun 21. apríl 2024 20:07
Matthías Freyr Matthíasson
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er ekkert ánægður með hvernig þetta þróaðist í seinni hálfleiknum. Mér fannst óþarfi að missa þetta svona niður og missa hugrekkið og kraftinn. Þeir refsa okkur hrikalega Skagamennirnir og gerðu það bara hrikalega vel sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis eftir slæmt 5 - 1 tap gegn ÍA í dag í þriðju umferð Bestu deildar karla. 


Lestu um leikinn: ÍA 5 -  1 Fylkir

Ef maður reynir að taka eitthvað jákvætt út úr þessu að þá fannst mér við spila feykivel í fyrri hálfleik og þannig séð yfirburðir inni á vellinum. En samt skora þeir mark, svona gegn gangi leiksins fannst mér, sennilega úr þeirra fyrstu sókn. Við fáum svo rautt á okkur sem var bara sanngjarnt.

Mér fannst samt vera möguleiki á að koma til baka og stilla því þannig upp að við gætum haldið áfram að pressa og slíkt og eitthvað sem við ætluðum að gera í seinni hálfleik en við þurftum að gera breytingar í seinni hálfleik, Orri slæmur í bakinu þannig að við tókum hann útaf . 

Við erum ánægðir með fyrstu tvo leikina og fyrri hálfleikinn og þurfum að byggja á því og taka það jákvæða með okkur. Við gleymum þessum og reynum að læra af þessu og koma sterkari til baka. 

Ungur strákur, Theodór Ingi sem er fæddur 2006 spilaði 20 mínútur í síðasta leik og aftur í dag og skorar sitt fyrsta mark, það hlýtur að vera ánægjulegt. 

Bara frábært. Það er það sem Fylkir gengur út á. Fleiri að spila sína fyrstu leiki í efstu deild, Stefán og Aron Snær og það er bara jákvætt. 

Það er stefnan hjá Fylki, að láta unga leikmenn spila í stað þess að taka erlenda leikmenn.

Já þetta er þriðja árið sem við ákváðum að taka þann pól í hæðina höfum bullandi trú á þessum strákum.

Nánar er rætt  við Rúnar Pál í sjónvarpinu hér að ofan. Meðal annars um hvernig var að spila inni í Akraneshöllinni í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner