Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
   mán 21. apríl 2025 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Napoli og Inter spila úrslitaleik ef þau enda jöfn
Mynd: EPA
Það eru fimm umferðir eftir af ítalska deildartímabilinu og eru ríkjandi Ítalíumeistarar Inter jafnir Napoli á stigum í titilbaráttunni.

Inter er með talsvert betri markatölu en hún skiptir engu máli þó liðin endi jöfn á stigum.

Liðin eiga 71 stig sem stendur og munu mætast í sérstökum úrslitaleik um titilinn ef þau enda jöfn á stigum.

Úrslitaleikurinn færi líklegast fram á hlutlausum velli, mögulega í Sádi-Arabíu, með Inter sem 'heimaliðið' útaf betri markatölu.

Svona úrslitaleikur hefur ekki átt sér stað í ítalska boltanum síðan 1964, þegar Bologna lagði Inter að velli á Ólympíuleikvanginum í Róm til að vinna sinn síðasta Serie A titil. Þetta var í fyrsta og eina skipti sem toppliðin tvö hafa endað jöfn í efstu deild á Ítalíu hingað til.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 34 22 8 4 54 25 +29 74
2 Inter 34 21 8 5 72 33 +39 71
3 Atalanta 34 19 8 7 67 31 +36 65
4 Juventus 34 16 14 4 51 31 +20 62
5 Bologna 34 16 13 5 52 37 +15 61
6 Roma 34 17 9 8 49 32 +17 60
7 Lazio 34 17 9 8 57 45 +12 60
8 Fiorentina 34 17 8 9 53 34 +19 59
9 Milan 34 15 9 10 53 38 +15 54
10 Torino 35 10 14 11 39 40 -1 44
11 Como 34 11 9 14 44 48 -4 42
12 Udinese 34 11 8 15 36 48 -12 41
13 Genoa 34 9 12 13 29 41 -12 39
14 Cagliari 34 8 9 17 35 49 -14 33
15 Parma 34 6 14 14 40 53 -13 32
16 Verona 34 9 5 20 30 62 -32 32
17 Lecce 34 6 9 19 24 56 -32 27
18 Venezia 35 4 14 17 28 49 -21 26
19 Empoli 34 4 13 17 27 54 -27 25
20 Monza 34 2 9 23 25 59 -34 15
Athugasemdir