Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. maí 2019 14:02
Elvar Geir Magnússon
Deschamps tekur ekki við Juve - Framtíðin er hjá Frakklandi
Didier Deschamps.
Didier Deschamps.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, útilokar að verða næsti þjálfari Juventus.

Massimiliano Allegri hættir sem þjálfari Juventus eftir tímabilið og hefur Deschamps verið orðaður við starfið.

„Framtíð mín er hjá Frakklandi," sagði Deschamps.

„Öl mín orka og einbeiting fer í að komast á EM 2020. Það er alltaf skemmtilegt að vera orðaður við stór félög og Juventus er svo sannarlega í þeim flokki. En það eru engar dyr opnar."

Frakkland er í riðli með Íslandi í undankeppni EM en Frakkar unnu 4-0 sigur gegn Íslandi í mars.

Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, er meðal þeirra sem orðaðir eru við Juventus.
Athugasemdir
banner
banner
banner