Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 21. maí 2019 16:15
Arnar Daði Arnarsson
Ögmundur vekur áhuga stærri félaga í Grikklandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn, Ögmundur Kristinsson vakti athygli fyrir góða frammistöðu með AEL Larissa í grísku úrvalsdeildinni á tímabilinu sem nú er lokið. Hann lék alla leikina með liðinu AEL Larissa í deildinni.

Ögmundur gekk í raðir gríska liðsins á síðasta ári og gerði þá tveggja ára samning við liðið. Hann var kosinn leikmaður ársins hjá félaginu á sinni fyrstu leiktíð.

„Þetta er búið að vera gott tímabil hjá mér persónulega og deildin kom mér á óvart. Það eru góð gæði og þrusu flottir leikmenn og sterk lið,“ sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Það sést í Evrópu hvað stærstu liðin eru sterk en okkur hefur gengið ágætlega með þau í ár. Það sýnir að liðið okkar getur átt góða leiki og haldið í við þau sterkustu," sagði Ögmundur í sama viðtali. Hann æfir þessa dagana með Íslandsmeisturum Vals.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni við Ögmund hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner