Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 21. maí 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Olympiakos hefur áhuga á hinum hárprúða Chong
Chong í leik með Manchester United.
Chong í leik með Manchester United.
Mynd: Getty Images
Hollendingurinn Tahith Chong gæti verið á leið á láni til Olympiakos á næstu leiktíð. Gríski fjölmiðillinn SDNA greinir frá þessu.

Chong er samningsbundinn Manchester United og kom hann við sögu í nokkrum leikjum með aðalliðinu á þessu tímabili.

Chong er 19 ára gamall en sagt er í grein SDNA að ekki sé búist við því að Olympiakos sé eina félagið sem hafi áhuga á honum.

Chong kom til Manchester United frá Feyenoord árið 2016. Hann hefur spilað vel með unglingaliðum United og lék hann sinn fyrsta keppnisleik með aðalliðinu í janúar á þessu ári þegar hann kom inn á sem varamaður í 2-0 sigri á Reading í FA-bikarnum.

Á dögunum var hann valinn besti leikmaður U23 liðs United á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner