fös 21. maí 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ashley Fletcher á leið til Watford
Ashley Fletcher spilar með Watford á næsta tímabili
Ashley Fletcher spilar með Watford á næsta tímabili
Mynd: Getty Images
Enska félagið Watford er byrjað að undirbúa sig fyrir komandi átök í úrvalsdeildinni en enski framherjinn Ashley Fletcher er að ganga til liðs við félagið.

Fletcher er 25 ára gamall framherji en hann fór í gegnum unglingaliðin hjá Manchester United áður en hann samdi við West Ham árið 2016.

Hann lék eitt tímabil með West Ham í úrvalsdeildinni en tókst ekki að skora í sextán leikjum sínum fyrir liðið.

Fletcher hefur spilað með Middlesbrough síðustu fjögur árin en hann ákvað að framlengja ekki við félagið og var því samningnum hans rift.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum er Fletcher að ganga í raðir Watford og mun hann því spila með liðinu í úrvalsdeildinni á komandi tímabili.

Watford féll úr úrvalsdeildinni á síðasta ári en liðið staldraði stutt við í B-deildinni eftir að hafa lent í 2. sæti og þar með tryggt farseðil aftur upp í deild þeirra bestu.
Athugasemdir
banner
banner
banner