Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   þri 21. maí 2024 22:46
Kári Snorrason
„Veit ekki hvort hann verði klár í næsta leik, þarnæsta eða eftir tíu leiki"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsarar unnu sterkan sigur á HK í Kórnum fyrr í kvöld.
Jónatan Ingi skoraði fyrsta mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks, Arnþór Ari jafnaði svo metin með skallamarki frá 25 metrum sannkallað skrípamark þar á ferðinni. Jónatan Ingi kom svo Völsurum aftur yfir skömmu síðar og þar við sat.
Haukur Páll aðstoðarþjálfari Vals kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: HK 1 -  2 Valur

„Mjög ánægður að koma hingað og sækja þrjú stig. Þeir eru búnir að vera mjög öflugir í síðustu leikjum. Við þurftum að hafa fyrir þessu sem við vissum."

„Maður getur farið yfir öll mörk og fundið mistök, það er partur af fótbolta.
Þetta er hluti af þessu sporti við gerum mistök en við þurfum bara að halda áfram."


Gylfi Þór var ekki í leikmannahóp Vals í dag

„Hann er bara meiddur og fór í myndatöku, það verður að koma í ljós hvenær hann er klár. Ég veit ekki hvort hann verði klár í næsta leik, þarnæsta eða eftir tíu leiki."

Jason Daði verður samningslaus eftir tímabilið, Haukur var spurður hvort Valur hefur heyrt í honum.

„Ekki svo ég viti, ég held að Valur skoði alla góða leikmenn. Það er allaveganna ekki eitthvað sem ég hef vitað af."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.

Athugasemdir
banner