„Þetta var ógeðslega mikilvægt og bara geggjaður sigur og mjög solid. Fengum mark á okkur snemma og svöruðum því bara með því að halda hreinu restina af leiknum." sagði Ásgeir Helgi Orrason leikmaður Breiðablik eftir sigurinn á Val á Kópavogsvelli.
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 1 Valur
„Við byrjuðum ekki alveg leikinn, fengum mark á okkur mjög snemma en mér fannst við bara eiga leikinn eftir það og við svöruðum þessu mjög vel og það var eina sem var í boði."
„Mér leið ógeðslega vel. Mér fannst við með geggjaða liðsheild, vorum að hvetja hvorn annan og þetta var bara geggjað."
Ásgeir Helgi var frábær í vörn Breiðablik í kvöld og Patrick Pedersen sást lítið í kvöld.
„Ef þið viljið orða það þannig, hann er helvíti erfiður að eiga við og ég er bara mjög ánægður með mig fyrsta og fremst."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.