Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
   mán 19. maí 2025 13:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Samband mitt og Grímsa er virkilega gott"
Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA.
Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA.
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallgrímur Mar Steingrímsson var mættur aftur í byrjunarlið KA í gær eftir að hafa verið á bekknum í leiknum þar á undan. Grímsi, eins og hann er kallaður, var verulega ósáttur við það að hafa verið settur á bekkinn.

„Fáránlegt, mér finnst það og það er mín skoðun. Ég verð bara að virða þá ákvörðun sem þjálfarinn tekur. Það er erfitt að koma inn á, ég er ekki vanur því, ég vil byrja alla leiki," sagði Grímsi við Fótbolta.net eftir leikinn gegn Breiðabliki þar sem hann var á bekknum.

Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var spurður út í Grímsa eftir markalaust jafntefli gegn ÍBV í gær og sagði hann þá að samband þeirra væri mjög gott. Þeir hefðu sest niður og spjallað saman.

„Samband mitt og Grímsa er virkilega gott," sagði Hallgrímur um nafna sinn.

„Ég tók hann úr liðinu um daginn og var ekki ánægður með frammistöðuna hans. Við settumst niður eftir það og spjölluðum. Grímsi fór strax eftir leikinn og hljóp eins og hann átti að gera."

„Grímsi er bara mikill keppnismaður með risa KA-hjarta og honum langar að vinna. Hann er einn af þeim sem dregur okkar lið áfram," sagði Haddi, þjálfari KA.
Athugasemdir
banner
banner