Hollenska félagið Ajax er að íhuga það alvarlega að ráða Erik ten Hag aftur til starfa.
Ten Hag var rekinn frá Manchester United seint á síðasta ári en hann er enn atvinnulaus eftir það.
Ten Hag var rekinn frá Manchester United seint á síðasta ári en hann er enn atvinnulaus eftir það.
Áður en hann tók til starfa hjá Man Utd, þá stýrði hann Ajax með frábærum árangri. Kom hann liðinu meðal annars eftirminnilega í undanúrslit Meistaradeildarinnar.
Francesco Farioli hætti með Ajax í morgun eftir að liðið missti grátlega af hollenska meistaratitlinum.
Ten Hag er einnig sagður á lista hjá þýska félaginu Bayer Leverkusen.
Athugasemdir