Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
   mán 19. maí 2025 09:17
Elvar Geir Magnússon
Kerkez færist nær Liverpool
Kerkez í leik með ungverska landsliðinu.
Kerkez í leik með ungverska landsliðinu.
Mynd: EPA
Liverpool er í viðræðum við Bournemouth um möguleg kaup á bakverðinum Milos Kerkez.

Viðræður eru sagðar ganga vel og þá segir Fabrizio Romano að Liverpool sé nálægt munnlegu samkomulagi við leikmanninn um kaup og kjör.

Liverpool ætlar að styrkja bakvarðastöður sínar eftir brotthvarf Trent Alexander-Arnold sem er á leið til Real Madrid. Liverpool virðist vera að tryggja sér Jeremie Frimpong frá Bayer Leverkusen.

Frimping ku hafa samþykkt fimm ára samning og Liverpool mun virkja 29,5 milljóna punda riftunarákvæði í samningi hans.

Bournemouth er sagt með 45 milljóna punda verðmiða á Kerkez og gæti Liverpool því verið að kaupa bakverði fyrir um 75 milljónir punda.
Athugasemdir
banner