Dean Henderson, markvörður Crystal Palace, hefur opinberað það hvað fór fram á milli hans og Pep Guardiola, stjóra Manchester City, eftir úrslitaleik FA-bikarsins á laugardag.
Palace fór með sigur af hólmi gegn City í úrslitaleiknum, 1-0, og vann félagið þar sinn fyrsta stóra titil í sögunni.
Palace fór með sigur af hólmi gegn City í úrslitaleiknum, 1-0, og vann félagið þar sinn fyrsta stóra titil í sögunni.
Guardiola var eitthvað pirraður eftir leik og myndaðist smá rifrildi á milli hans og Henderson. Markvörðurinn, sem var frábær í leiknum, fór í viðtal og opinberaði þar hvað gerðist.
„Ég fór bara að taka í höndina á honum en ég held að hann hafi verið pirraður á því að við vorum að tefja. Ég sagði við hann að hann hefði fengið tíu mínútur í uppbótartíma," sagði Henderson eftir leikinn.
Henderson hefur verið í miklu stuði eftir leikinn en hann fór á kostum í fagnaðarlátum Palace eins og sjá má hér fyrir neðan.
Pep Guardiola and Dean Henderson had to be separated at full-time ???? pic.twitter.com/49DFLNj3xv
— CBS Sports Golazo ?? (@CBSSportsGolazo) May 17, 2025
“Twelfth again who gives a fuck, we’ve won the FA Cup.”
— george (@StokeyyG2) May 18, 2025
Incredible from Dean Henderson last night ????pic.twitter.com/6SEQz44dTu
Athugasemdir