Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
   mán 19. maí 2025 19:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aron Einar með sjálfsmark og stoðsendingu - Ísak Andri lagði upp
Mynd: Al Gharafa
Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Al-Gharafa þegar liðið mætti Umm-Salal í bikarnum í Katar. Aron varð fyrir því að skora sjálfsmark og koma Umm-Salal í 2-0.

Hann lagði síðan upp mark í uppbótatíma fyrri hálfleiks en það var jöfnunarmarkið, liðið náði síðan 3-2 forystu fyrir lok fyrri hálfleiks og innsigluðu 4-2 sigurinn í seinni hálfleik.

Ísak Andri Sigurgeirsson lagði upp sigurmarkið í 2-1 sigri Norrköping gegn Sirius í sænsku deildinni. Hann hefur komið að sjö mörkum í síðustu sjö leikjum. Arnór Ingvi Traustason var einnig í byrjunarliðinu.

Ari Sigurpálsson spilaði 65 mínútur þeegar Elfsborg lagði Djurgarden 4-0. Hlynur Freyr Karlsson spilaði 86 mínútur þegar Brommapojkarna tapaði 1-0 gegn Mjallby. Þá var Kolbeinn Þórðarson í banni þegar Gautaborg vann 3-1 gegn Degerfors.

Elfsborg er í 2. sæti með 22 stig eftir tíu umferðir. Norrköping er í 7. sæti með 13 stig, Gautaborg í 9. sæti einnig með 13 stig. Brommapojkarna er í 12. sæti með 10 stig.

Elías Rafn Ólafsson sat sem fyrr á bekknum þegar Midtjylland vann Bröndby 2-1 í næst síðustu umferð dönsku deildarinnar. Liðið er í 2. sæti stigi á eftir FCK fyrir lokaumferðina.

Athugasemdir
banner
banner