Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
   mán 19. maí 2025 20:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Endurkomusigur hjá Brighton gegn Liverpool
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Brighton 3 - 2 Liverpool
0-1 Harvey Elliott ('9 )
1-1 Yasin Ayari ('32 )
1-2 Dominik Szoboszlai ('45 )
2-2 Kaoru Mitoma ('69 )
3-2 Jack Hinshelwood ('85 )

Brighton náði í dýrmætan sigur gegn Liverpool á heimavelli í næst síðustu umferð úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Arne Slot gerði breytingar á liðinu fyrir leikinn. Harvey Elliott kom m.a. inn í liðið en hann kom Liverpool yfir snemma leiks eftir frábæran undirbúning hjá Mohamed Salah og Conor Bradley.

Eftir rúmlega hálftíma leik komst Yasin Ayari í gegn og setti boltann framhjá Alisson og í netið.

Í uppbótatíma fyrri hálfleiks endurheimti Liverpool forystuna. Dominik Szoboszlai virtist vera senda boltann fyrir markið en boltinn fór yfir Bart Verbruggen og í netið.

Kaoru Mitoma kom inn á sem varamaður eftir 65 mínútna leik og hann lét til sín taka stuttu síðar. Hann átti sendingu á Danny Welbeck sem Alisson varði út í teiginn og Mitoma var mættur og skoraði.

Undir lok leiksins skoraði Jack Hinselwood af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Matt O'Riley og tryggði Brighton sigurinn. Brighton er í 8. sæti sem gæti gefið sæti í Sambandsdeildinni en það fer eftir árangri Chelsea í deild og Sambandsdeild á þessari leiktíð.

Liverpool hefur hins vegar aðeins nælt í eitt stig í síðustu þremur leikjum eftir að liðið tryggði sér titilinn.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 37 25 8 4 85 40 +45 83
2 Arsenal 37 19 14 4 67 33 +34 71
3 Newcastle 37 20 6 11 68 46 +22 66
4 Chelsea 37 19 9 9 63 43 +20 66
5 Aston Villa 37 19 9 9 58 49 +9 66
6 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
7 Nott. Forest 37 19 8 10 58 45 +13 65
8 Brighton 37 15 13 9 62 58 +4 58
9 Brentford 37 16 7 14 65 56 +9 55
10 Fulham 37 15 9 13 54 52 +2 54
11 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 37 10 15 12 41 44 -3 45
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 37 10 10 17 43 61 -18 40
16 Man Utd 37 10 9 18 42 54 -12 39
17 Tottenham 37 11 5 21 63 61 +2 38
18 Leicester 37 6 7 24 33 78 -45 25
19 Ipswich Town 37 4 10 23 35 79 -44 22
20 Southampton 37 2 6 29 25 84 -59 12
Athugasemdir
banner
banner