Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
   mán 19. maí 2025 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Conte: Erfiðasta tímabilið á mínum ferli
Antonio Conte.
Antonio Conte.
Mynd: EPA
Napoli og Inter berjast um ítalska titilinn en aðeins eitt stig skilur liðin að fyrir lokaumferðina.

Inter gerði 2-2 jafntefli gegn Lazio í gær á meðan Napoli gerði markalaust jafntefli við Parma.

Antonio Conte er stjóri Napoli en hann er á sínu fyrsta tímabili með félagið. Hann segir að tímabilið hafi verið það erfiðasta á sínum ferli til þessa.

„Þetta er án efa mitt erfiðasta tímabil á ferlinum. Við höfum misst marga leikmenn á seinni hluta tímabilsins og höfum þurft að breyta hlutum taktískt," segir Conte.

„Við vorum fyrir með þunnan hóp og þetta er erfitt. En við erum með blóð á tönnunum og verðum að klára þetta."

Napoli mætir Cagliari í lokaumferðinni á meðan Inter mætir Como.
Athugasemdir
banner
banner