Manchester United er að ganga frá kaupum á Matheus Cunha, sóknarmanni Wolves.
Það heyrðist fyrst fyrir nokkrum vikum síðan að viðræður væru í gangi og þær voru langt komnar. Núna segir Sky Sports að Cunha gangi í raðir United þegar tímabilið klárast um helgina.
Það heyrðist fyrst fyrir nokkrum vikum síðan að viðræður væru í gangi og þær voru langt komnar. Núna segir Sky Sports að Cunha gangi í raðir United þegar tímabilið klárast um helgina.
Man Utd mun nýta sér 62,5 milljón punda riftunarákvæði í samningi Brasilíumannsins.
Það hafa ekki enn verið nein samskipti á milli United og Wolves en þau fara í gang eftir næstu helgi.
Fleiri félög hafa áhuga á Cunha en hann vill spila fyrir Manchester United.
Athugasemdir