Angel Gomes, miðjumaður Lille, hefur staðfest að hann muni yfirgefa liðið í sumar þegar samningurinn hans rennur út. Hann hefur verið orðaður við úrvalsdeildina.
Gomes er 24 ára gamall Englendingur en hann er uppalinn hjá Man Utd. Hann gekk til liðs við franska félagið frá uppeldisfélaginu árið 2020. Hann hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína hjá Lille og hefur leikið fjóra A-landsleiki fyrir England.
Gomes er 24 ára gamall Englendingur en hann er uppalinn hjá Man Utd. Hann gekk til liðs við franska félagið frá uppeldisfélaginu árið 2020. Hann hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína hjá Lille og hefur leikið fjóra A-landsleiki fyrir England.
Hann er annar leikmaður liðsins sem tilkynnir brottför sína en Jonathan David mun einnig yfrigefa liðið.
Hákon Arnar Haraldsson er leikmaður Lille en liðinu mistókst að vinna sér sæti í Evrópukeppni á nýloknu tímabili.
Athugasemdir