Liverpool gæti reynt við Osimhen - PSG ætlar ekki að selja Barcola - Williams orðaður við Arsenal
„Sýnir úr hverju menn eru gerðir þegar það er búið að berja á sér"
Gunnar Már: Sérð það á liðinu að sjálfstraustið er ekkert
Gústi Gylfa eftir fyrsta Breiðholtsslaginn: Ekki slegnir út af laginu
Mætti góðum vini sínum - „Klobbaði hann og þá fékk hann alveg að vita af því"
Jóhann Birnir: Það er akkúrat það sem við ætlum að vera
Árni Freyr: Tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við
Halli Hróðmars: Getum náð í úrslit líka þó að það dynji aðeins á okkur
„Ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun"
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
   mán 19. maí 2025 23:23
Gunnar Bjartur Huginsson
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Sölvi þurfti ekki að klæðast úlpunni að þessu sinni.
Sölvi þurfti ekki að klæðast úlpunni að þessu sinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var dálítið kaflaskipt. Fyrri hálfleikurinn var frábær af okkar hálfu og myndi ég flokka hann sem okkar besta fyrri hálfleik í sumar. Við vorum algjörlega með yfirhöndina og stjórn á leiknum. Þeir áttu engin svör við okkur,"  sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings eftir 2-2 jafntefli við Stjörnuna á Samsungvellinum í kvöld. 

Víkingar spiluðu óaðfinnanlega í fyrri hálfleik og benti allt til þess að þeir myndu sigra þennan leik, með nokkrum yfirburðum. Hins vegar var það ekki raunin og komu heimamenn yfirsterkari inn í seinni hálfleik.

Seinni hálfleikurinn byrjar ágætlega en fljótlega missum við stjórn á leiknum og hann fer meira í opinn leik og Stjarnan nær að leysa betur úr pressunni okkar, sem var góð í fyrri hálfleik. Hvort að sólin, hitinn og orkan sem við lögðum í fyrri hálfleikinn hafi eitthvað spilað þar inn í," sagði Sölvi.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  2 Víkingur R.

Víkingsmenn skoruðu bæði mörkin sín úr hornspyrnu. Stjarnan réð ekkert við hættulegar spyrnur þeirra í leiknum. 

Við erum í raun og veru byrjaðir að æfa föst leikatriði miklu minna en við gerðum í fyrra. Nú hef ég bara ekki tíma að grúska svona mikið í þessu. Ég er búinn að láta þetta alveg í hendur á Grím í teyminu okkar, sem betur fer. Við erum búnir að vera mjög sterkir í föstum leikatriðum,"  sagði Sölvi.

Víkingur situr í öðru sæti Bestu deildarinnar á eftir Breiðabliki með 13 stig. 

Já að vissu leyti. Það er búið að ganga mikið á á tímabilinu og mikið um meiðsli og svona skrítið undirbúningstímabil en menn að koma til baka úr meiðslum, þannig að já þokkalega sáttur. HIns vegar er maður aldrei fullkomlega sáttur, nema maður sé á toppnum,"  sagði Sölvi Geir aðspurður hvort hann sé sáttur við byrjun lærisveina hans á tímabilinu.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner