Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
Jón Þór: Bara ein leið út úr þessu
Nýtt sjónarhorn sýnir að Arnar gerði rétt með því að dæma mark Vals ólöglegt
Heimir Guðjóns: Góð liðsheild og menn voru tilbúnir í þetta
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Jökull: Hrikalega ánægður með þennan hóp
Ásgeir Helgi: Helvíti erfiður að eiga við og ég er bara mjög ánægður með mig
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
   mán 19. maí 2025 23:23
Gunnar Bjartur Huginsson
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Sölvi þurfti ekki að klæðast úlpunni að þessu sinni.
Sölvi þurfti ekki að klæðast úlpunni að þessu sinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var dálítið kaflaskipt. Fyrri hálfleikurinn var frábær af okkar hálfu og myndi ég flokka hann sem okkar besta fyrri hálfleik í sumar. Við vorum algjörlega með yfirhöndina og stjórn á leiknum. Þeir áttu engin svör við okkur,"  sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings eftir 2-2 jafntefli við Stjörnuna á Samsungvellinum í kvöld. 

Víkingar spiluðu óaðfinnanlega í fyrri hálfleik og benti allt til þess að þeir myndu sigra þennan leik, með nokkrum yfirburðum. Hins vegar var það ekki raunin og komu heimamenn yfirsterkari inn í seinni hálfleik.

Seinni hálfleikurinn byrjar ágætlega en fljótlega missum við stjórn á leiknum og hann fer meira í opinn leik og Stjarnan nær að leysa betur úr pressunni okkar, sem var góð í fyrri hálfleik. Hvort að sólin, hitinn og orkan sem við lögðum í fyrri hálfleikinn hafi eitthvað spilað þar inn í," sagði Sölvi.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  2 Víkingur R.

Víkingsmenn skoruðu bæði mörkin sín úr hornspyrnu. Stjarnan réð ekkert við hættulegar spyrnur þeirra í leiknum. 

Við erum í raun og veru byrjaðir að æfa föst leikatriði miklu minna en við gerðum í fyrra. Nú hef ég bara ekki tíma að grúska svona mikið í þessu. Ég er búinn að láta þetta alveg í hendur á Grím í teyminu okkar, sem betur fer. Við erum búnir að vera mjög sterkir í föstum leikatriðum,"  sagði Sölvi.

Víkingur situr í öðru sæti Bestu deildarinnar á eftir Breiðabliki með 13 stig. 

Já að vissu leyti. Það er búið að ganga mikið á á tímabilinu og mikið um meiðsli og svona skrítið undirbúningstímabil en menn að koma til baka úr meiðslum, þannig að já þokkalega sáttur. HIns vegar er maður aldrei fullkomlega sáttur, nema maður sé á toppnum,"  sagði Sölvi Geir aðspurður hvort hann sé sáttur við byrjun lærisveina hans á tímabilinu.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner