Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
   mán 19. maí 2025 21:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hetjan gegn Liverpool að verða pabbi og spilaði með frænda sínum
Mynd: EPA
Jack Hinshelwood var hetja Brighton þegar liðið lagði Liverpool í úrvalsdeildinni í kvöld.

Staðan var 2-2 þegar Hinshelwood kom inn á 84. mínútu og skoraði sigurmarkið aðeins mínútu síðar. Hann fagnaði markinu með því að setja boltann undir treyjuna og setti puttann upp í sig eins og hann væri með snuð.

„Ég hef átt að vera búinn að skora í einhvern tíma. Konan hefur verið að ýta á mig að taka þetta fagn, við eigum von á barni. Við erum mjög spennt, þetta eer það fyrsta svo við erum spennt að búa til fjölskyldu saman," sagði Hinshelwood.

Á sama tíma og Hinshelwood kom inn á kom hin 17 ára gamli Harry Howell inn á í sínum fyrsta leik en þeir eru frændur.

„Það var skemmtilegt augnablik að koma inn á með frænda mínum. Við höfum lagt hart að okkur frá því við vorum krakkar. Höfum spilað saman síðan við fæddumst. Hann var með gott hlaup á nærstöngina til að opna pláss fyrir mig, ég mun þakka honum síðar," sagði Hinshelwood.
Athugasemdir
banner