Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
   mán 19. maí 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrettán leikmenn gætu misst af úrslitaleik Evrópudeildarinnar
Rúben Amorim, stjóri Manchester United.
Rúben Amorim, stjóri Manchester United.
Mynd: EPA
James Maddison verður ekki með Tottenham.
James Maddison verður ekki með Tottenham.
Mynd: EPA
Alls þrettán leikmenn gætu misst af úrslitaleik Evrópudeildarinnar vegna meiðsla.

Bæði Manchester United og Tottenham eru að glíma við meiðsli í aðdraganda leiksins sem fer fram á miðvikudag.

James Maddison og Dejan Kulusevski eru meiddir hjá Tottenham og það er mikið högg enda eru þeir báðir mjög skapandi leikmenn. Radu Dragusin, Lucas Bergvall og Timo Werner eru einnig fjarri góðu gamni og það má einnig segja um sóknarmanninn unga Dane Scarlett.

Hjá Manchester United eru Lisandro Martinez og Joshua Zirkzee útilokaðir frá leiknum vegna meiðsla. Matthijs de Ligt og Leny Yoro eru þá tæpir.

Diogo Dalot er einnig tæpur og óvíst er með þátttöku miðvarðarins Jonny Evans.

Pape Matar Sarr fór þá meiddur af velli hjá Tottenham gegn Aston Villa síðasta föstudag. Hann fann fyrir verk í bakinu en það er ekki talið of alvarlegt. Hann gæti spilað, en er tæpur eins og svo margir aðrir.

Þetta er afar mikilvægur leikur þar sem sigurliðið fer í Meistaradeildina á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner