Liverpool gæti reynt við Osimhen - PSG ætlar ekki að selja Barcola - Williams orðaður við Arsenal
„Sýnir úr hverju menn eru gerðir þegar það er búið að berja á sér"
Gunnar Már: Sérð það á liðinu að sjálfstraustið er ekkert
Gústi Gylfa eftir fyrsta Breiðholtsslaginn: Ekki slegnir út af laginu
Mætti góðum vini sínum - „Klobbaði hann og þá fékk hann alveg að vita af því"
Jóhann Birnir: Það er akkúrat það sem við ætlum að vera
Árni Freyr: Tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við
Halli Hróðmars: Getum náð í úrslit líka þó að það dynji aðeins á okkur
„Ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun"
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
banner
   mán 19. maí 2025 22:15
Sverrir Örn Einarsson
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Kjartan Kári Halldórsson
Kjartan Kári Halldórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Það er alltaf erfitt að koma hingað upp á Skaga og við þurftum bara að jafna þá í baráttunni. Við gerðum það en komum svolítið ryðgaðir út í þetta í seinni hálfleik en síðan keyrðum við bara á þetta eftir 5-10 mínútur í seinni. Frábært að fá sigurtilfinninguna aftur og klára þennan leik.“ Sagði Kjartan Kári Halldórsson leikmaður FH og tveggja marka maður í 3-1 sigri FH á ÍA á Elkem vellinum á Akranesi í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  3 FH

Eftir að lið ÍA hafði byrjað leikin ögn betur voru það FHingar sem tóku forystuna með marki frá Kjartani og stóð 1-0 í hálfleik. Skagamenn komu grimmir út í síðari hálfleikinn og jöfnuðu strax á 49. mínútu eftir hálfleikinn. Fór eitthvað um Kjartan og FH liðið á þeim tímapunkti?

„Nei, við vissum að þetta yrði erfitt. Að þeir yrðu þéttir til baka og að við þyrftum að finna leiðir. Leikurinn opnaðist síðan mikið og við vorum aldrei stressaðir að við værum að fara að missa þetta niður.“

Veðrið lék við leikmenn sem og vallargesti á Akranesi í kvöld og þótti Kjartani ekki slæmt að spila við þessar aðstæður á grasvelli Skagamanna.

„Þetta var alveg frábært. Geggjað blautt gras sem er best að spila fótbolta á svo þetta var mjög skemmtilegt.“

Allt viðtalið við Kjartan Kára má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner