Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
   mán 19. maí 2025 13:00
Elvar Geir Magnússon
Neville spáir því að Chelsea missi af Meistaradeildarsæti
Mynd: EPA
Baráttan um að komast í Meistaradeildina er í algleymingi í ensku úrvalsdeildinni en fimm lið berjast um þrjú laus sæti.

Sparkspekingurinn Gary Neville spáir því að Chelsea muni missa af Meistaradeildarsætinu en Aston Villa grípi það.

Newcastle situr í þriðja sæti með 66 stig þrátt fyrir tap um helgina. Chelsea og Aston Villa hafa sama stigafjölda og eru í fjórða og fimmta sæti miðað við markatölu.

Manchester City er í sjötta sæti, einu stigi á eftir, en á leik til góða gegn Bournemouth, sem gæti sett þá í góða stöðu fyrir lokaumferðina næstu helgi.

Nottingham Forest vann mikilvægan sigur á West Ham og heldur voninni um Meistaradeildarsæti lífandi en leikur gegn Chelsea í mikilvægum leik í lokaumferðinni.

Neville telur að Manchester City, Newcastle og Aston Villa muni tryggja sér Meistaradeildarsæti. Hann spáir því að Nottingham Forest muni koma í veg fyrir sigur Chelsea á lokahelginni.

„Sem stendur held ég að Man City komist í Meistaradeildina þó liðið eigi alls ekki auðvelda leiki eftir. Aston Villa ætti að vinna á Old Trafford, það vinna allir Manchester United um þessar mundir," segir Neville.

Leikirnir sem eru eftir í ensku úrvalsdeildinni:

þriðjudagur 20. maí
19:00 Crystal Palace - Wolves
19:00 Man City - Bournemouth

sunnudagur 25. maí
15:00 Bournemouth - Leicester
15:00 Fulham - Man City
15:00 Ipswich Town - West Ham
15:00 Liverpool - Crystal Palace
15:00 Man Utd - Aston Villa
15:00 Newcastle - Everton
15:00 Nott. Forest - Chelsea
15:00 Southampton - Arsenal
15:00 Tottenham - Brighton
15:00 Wolves - Brentford
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 37 19 14 4 67 33 +34 71
3 Newcastle 37 20 6 11 68 46 +22 66
4 Chelsea 37 19 9 9 63 43 +20 66
5 Aston Villa 37 19 9 9 58 49 +9 66
6 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
7 Nott. Forest 37 19 8 10 58 45 +13 65
8 Brentford 37 16 7 14 65 56 +9 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Fulham 37 15 9 13 54 52 +2 54
11 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 37 10 15 12 41 44 -3 45
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 37 10 10 17 43 61 -18 40
16 Man Utd 37 10 9 18 42 54 -12 39
17 Tottenham 37 11 5 21 63 61 +2 38
18 Leicester 37 6 7 24 33 78 -45 25
19 Ipswich Town 37 4 10 23 35 79 -44 22
20 Southampton 37 2 6 29 25 84 -59 12
Athugasemdir
banner
banner