Liverpool hefur aðeins nælt í eitt stig í síðustu þremur leikjum eftir að hafa orðið meistari.
Liðið komst tvisvar í forystu gegn Brighton í kvölld en 3-2 sigur Brighton var niðurstaðan. Arne Slot ræddi við BBC eftir leikinn.
Liðið komst tvisvar í forystu gegn Brighton í kvölld en 3-2 sigur Brighton var niðurstaðan. Arne Slot ræddi við BBC eftir leikinn.
„Tvö mjög góð lið sem vildu spila fótbolta, ekki verið að tefja og engar dýfur. Ég beið eftir því að við myndum skora þriðja markið, það hefði drepið leikinn en þeir jöfnuðu í 2-2. Frábær fótboltaleikur en ekki úrslitin sem við vildum," sagði Slot.
„Við spiluðum við 8. sæti í úrvalsdeildinni og þeir gátu sett Mitoma inn á. Það sýnir manni hversu sterk þessi deild er. Ef þú skorar ekki þriðja markið er erfitt að vinna, sérstaklega á útivelli. Við megum ekki klúðra færum eins og við gerðum ef viðviljum vinna leikinn."
Athugasemdir