Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
   mán 19. maí 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fimmtán ára í aðalliði Arsenal
Mikel Arteta, stjóri Arsenal.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal.
Mynd: EPA
Arsenal hefur tjáð hinum 15 ára gamla Max Dowman það að hann verði hluti af aðalliðshópnum á næsta tímabili.

Hann mun þá ferðast með aðalliðinu í æfingaferð til Asíu í sumar.

Þetta eru skýr merki um það hversu efnilegur Dowman er en hann verður ekki 16 ára fyrr en í desember.

Dowman hefur æft með aðalliðinu og fengið mikið hrós fyrir frammistöðu sína með unglingaliðum félagsins.

Dowman, sem mun spila með U17 landsliði Englands á EM í sumar, er talinn einn efnilegasti leikmaður sem hefur komið upp úr akademíu Arsenal og verður spennandi að sjá hvað hann gerir á næstu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner