Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   mán 19. maí 2025 21:51
Anton Freyr Jónsson
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér líður mjög vel. Við vorum með yfirhöndina frá sjöttu mínútu eitthvað svoleiðis. Tvær sóknir að telja þá í pressunni og fornarkostnaðurinn var eitt mark í byrjun en eftir það fannst mér við bara hrikalega góðir." sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðablik eftir 2-1 sigurinn á Val á Kópavogsvelli í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Valur

„Við vorum varnarlega mjög öflugir, stigum hátt á þá og þvinguðum þá í langa bolta sem við réðum heilt yfir vel við en auðvitað dettur einn og einn seinni bolti inn fyrir þá og þeir eru náttúrulega stórhættulegir þá, gríðarleg einstaklingsgæði en mér fnnst við vera með góða stjórn á þessu"

Tryggvi Hrafn Haraldsson kom Val yfir snemma leiks. Hefðu Blikar geta komið í veg fyrir þetta? 

„Við pressuðum þá þannig að Valgeir (Valgeirsson) ætlaði að fara upp á bakvörð sem var svosem ekki þörf á, þeir dúndra boltanum upp í sólina og við missum hann yfir okkur og það er bara eins og það er og já klárlega hefðum við geta komið í veg fyrir þetta."

Ásgeir Helgi Orrason átti frábæran leik í kvöld og var með danska framherjan Patrick Pedersen nánast í vasanum allan leikinn í kvöld.

„Hann var gjörsamlega frábær, tvítugur í dag og þeir báðir hann og Viktor Örn voru bara frábærir og auðvitað fleiri."

Andri Rafn Yeoman skoraði jöfnunarmark Breiðablik í kvöld en hann er ekki vanur að skora mörk. 

„Nei nei. Hann laumar inn einu og einu á hverju sumri og í dag var það gríðarlega mikilvægt. Það var mikilvægt fyrir okkur að ná inn þessu marki á þeim kafla þegar við vorum bara búnir að pinna þá inn í eigin vítateig í lengri tíma og við vissum að það yrði ekki þannig allan leikinn og það var gríðarlega mikilvægt að ná inn þessu marki."

Nánar var rætt við Halldór Árnason í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner