Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   mán 19. maí 2025 21:51
Anton Freyr Jónsson
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér líður mjög vel. Við vorum með yfirhöndina frá sjöttu mínútu eitthvað svoleiðis. Tvær sóknir að telja þá í pressunni og fornarkostnaðurinn var eitt mark í byrjun en eftir það fannst mér við bara hrikalega góðir." sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðablik eftir 2-1 sigurinn á Val á Kópavogsvelli í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Valur

„Við vorum varnarlega mjög öflugir, stigum hátt á þá og þvinguðum þá í langa bolta sem við réðum heilt yfir vel við en auðvitað dettur einn og einn seinni bolti inn fyrir þá og þeir eru náttúrulega stórhættulegir þá, gríðarleg einstaklingsgæði en mér fnnst við vera með góða stjórn á þessu"

Tryggvi Hrafn Haraldsson kom Val yfir snemma leiks. Hefðu Blikar geta komið í veg fyrir þetta? 

„Við pressuðum þá þannig að Valgeir (Valgeirsson) ætlaði að fara upp á bakvörð sem var svosem ekki þörf á, þeir dúndra boltanum upp í sólina og við missum hann yfir okkur og það er bara eins og það er og já klárlega hefðum við geta komið í veg fyrir þetta."

Ásgeir Helgi Orrason átti frábæran leik í kvöld og var með danska framherjan Patrick Pedersen nánast í vasanum allan leikinn í kvöld.

„Hann var gjörsamlega frábær, tvítugur í dag og þeir báðir hann og Viktor Örn voru bara frábærir og auðvitað fleiri."

Andri Rafn Yeoman skoraði jöfnunarmark Breiðablik í kvöld en hann er ekki vanur að skora mörk. 

„Nei nei. Hann laumar inn einu og einu á hverju sumri og í dag var það gríðarlega mikilvægt. Það var mikilvægt fyrir okkur að ná inn þessu marki á þeim kafla þegar við vorum bara búnir að pinna þá inn í eigin vítateig í lengri tíma og við vissum að það yrði ekki þannig allan leikinn og það var gríðarlega mikilvægt að ná inn þessu marki."

Nánar var rætt við Halldór Árnason í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner