Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
banner
   mán 19. maí 2025 21:51
Anton Freyr Jónsson
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér líður mjög vel. Við vorum með yfirhöndina frá sjöttu mínútu eitthvað svoleiðis. Tvær sóknir að telja þá í pressunni og fornarkostnaðurinn var eitt mark í byrjun en eftir það fannst mér við bara hrikalega góðir." sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðablik eftir 2-1 sigurinn á Val á Kópavogsvelli í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Valur

„Við vorum varnarlega mjög öflugir, stigum hátt á þá og þvinguðum þá í langa bolta sem við réðum heilt yfir vel við en auðvitað dettur einn og einn seinni bolti inn fyrir þá og þeir eru náttúrulega stórhættulegir þá, gríðarleg einstaklingsgæði en mér fnnst við vera með góða stjórn á þessu"

Tryggvi Hrafn Haraldsson kom Val yfir snemma leiks. Hefðu Blikar geta komið í veg fyrir þetta? 

„Við pressuðum þá þannig að Valgeir (Valgeirsson) ætlaði að fara upp á bakvörð sem var svosem ekki þörf á, þeir dúndra boltanum upp í sólina og við missum hann yfir okkur og það er bara eins og það er og já klárlega hefðum við geta komið í veg fyrir þetta."

Ásgeir Helgi Orrason átti frábæran leik í kvöld og var með danska framherjan Patrick Pedersen nánast í vasanum allan leikinn í kvöld.

„Hann var gjörsamlega frábær, tvítugur í dag og þeir báðir hann og Viktor Örn voru bara frábærir og auðvitað fleiri."

Andri Rafn Yeoman skoraði jöfnunarmark Breiðablik í kvöld en hann er ekki vanur að skora mörk. 

„Nei nei. Hann laumar inn einu og einu á hverju sumri og í dag var það gríðarlega mikilvægt. Það var mikilvægt fyrir okkur að ná inn þessu marki á þeim kafla þegar við vorum bara búnir að pinna þá inn í eigin vítateig í lengri tíma og við vissum að það yrði ekki þannig allan leikinn og það var gríðarlega mikilvægt að ná inn þessu marki."

Nánar var rætt við Halldór Árnason í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner