Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
   mán 19. maí 2025 21:51
Anton Freyr Jónsson
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér líður mjög vel. Við vorum með yfirhöndina frá sjöttu mínútu eitthvað svoleiðis. Tvær sóknir að telja þá í pressunni og fornarkostnaðurinn var eitt mark í byrjun en eftir það fannst mér við bara hrikalega góðir." sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðablik eftir 2-1 sigurinn á Val á Kópavogsvelli í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Valur

„Við vorum varnarlega mjög öflugir, stigum hátt á þá og þvinguðum þá í langa bolta sem við réðum heilt yfir vel við en auðvitað dettur einn og einn seinni bolti inn fyrir þá og þeir eru náttúrulega stórhættulegir þá, gríðarleg einstaklingsgæði en mér fnnst við vera með góða stjórn á þessu"

Tryggvi Hrafn Haraldsson kom Val yfir snemma leiks. Hefðu Blikar geta komið í veg fyrir þetta? 

„Við pressuðum þá þannig að Valgeir (Valgeirsson) ætlaði að fara upp á bakvörð sem var svosem ekki þörf á, þeir dúndra boltanum upp í sólina og við missum hann yfir okkur og það er bara eins og það er og já klárlega hefðum við geta komið í veg fyrir þetta."

Ásgeir Helgi Orrason átti frábæran leik í kvöld og var með danska framherjan Patrick Pedersen nánast í vasanum allan leikinn í kvöld.

„Hann var gjörsamlega frábær, tvítugur í dag og þeir báðir hann og Viktor Örn voru bara frábærir og auðvitað fleiri."

Andri Rafn Yeoman skoraði jöfnunarmark Breiðablik í kvöld en hann er ekki vanur að skora mörk. 

„Nei nei. Hann laumar inn einu og einu á hverju sumri og í dag var það gríðarlega mikilvægt. Það var mikilvægt fyrir okkur að ná inn þessu marki á þeim kafla þegar við vorum bara búnir að pinna þá inn í eigin vítateig í lengri tíma og við vissum að það yrði ekki þannig allan leikinn og það var gríðarlega mikilvægt að ná inn þessu marki."

Nánar var rætt við Halldór Árnason í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir