Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
   mán 19. maí 2025 09:38
Elvar Geir Magnússon
Shearer: Grealish þarf að færa sig um set
Mynd: EPA
Sparkspekingurinn Alan Shearer segir ljóst að Jack Grealish þurfi að yfirgefa Manchester City. Grealish var ónotaður varamaður þrátt fyrir að City þurfti á marki að halda í tapinu gegn Crystal Palace í úrslitaleik enska bikarsins um helgina.

Grealish hefur færst aftar í goggunarröðinni hjá Pep Guardiola og aðeins byrjað sjö úrvalsdeildarleiki á tímabilinu, þar af aðeins einn á árinu 2025.

„Tapið hjá City kom mér ekki á óvart. Svona hefur liðið verið allt tímabilið. Þeir átu ekki skilið að vinna, þeir gerðu ekki nóg. Tími Jack Grealish hjá City er liðinn. Hann þarf að fara annað," segir Shearer.

„Það eru skýr skilaboð þegar Pep Guardiola setur hnn unga Claudio Echeverri og Gundogan inn frekar en Grealish þegar liðið þarf nauðsynlega mark. Af einhverjum ástæðum hefur Pep ekki trú á Grealish og er ekki hrifinn af honum."

Grealish hefur aðeins skorað fjögu úrvalsdeildarmörk og átt tvær stoðsendingar síðan í byrjun síðasta tímabils.
Athugasemdir
banner
banner