Íslandsvinurinn Bo Henriksen mun halda áfram sem stjóri þýska félagsins þrátt fyrir áhuga annars staðar frá.
Hann greindi frá því sjálfur að hann yrði áfram hjá félaginu á fréttamannafundi í dag.
Hann greindi frá því sjálfur að hann yrði áfram hjá félaginu á fréttamannafundi í dag.
„Ég elska að vera hérna. Fjölskyldan mín elskar að vera hérna," sagði Henriksen. „Ég er stoltur að vera hérna. Ég mun vera áfram hjá Mainz."
Henriksen hefur gert virkilega flotta hluti síðan hann tók við Mainz í fyrra. Mainz hafnaði í sjötta sæti þýsku deildarinnar á tímabilinu sem var að klárast.
Henriksen hefur vakið áhuga frá öðrum félögum og þá var hann óvænt inn í myndinni að taka við íslenska landsliðinu undir lok síðasta árs. Arnar Gunnlaugsson var hins vegar ráðinn í það starf. Henriksen er mikill Íslandsvinur en hann er fyrrum leikmaður Fram, ÍBV og Vals.
Athugasemdir