Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
Jón Þór: Bara ein leið út úr þessu
Nýtt sjónarhorn sýnir að Arnar gerði rétt með því að dæma mark Vals ólöglegt
Heimir Guðjóns: Góð liðsheild og menn voru tilbúnir í þetta
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Jökull: Hrikalega ánægður með þennan hóp
Ásgeir Helgi: Helvíti erfiður að eiga við og ég er bara mjög ánægður með mig
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
   þri 20. maí 2025 00:30
Sverrir Örn Einarsson
Jón Þór: Bara ein leið út úr þessu
Jón Þór Hauksson
Jón Þór Hauksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamenn þurftu að gera sér tap að góðu er liðið mætti FH á Akranesi fyrr í kvöld en lokatölur urðu 3-1 FH í vil. Tapið er það fimmta í sjö leikjum hjá liði ÍA og skal því engan undra að Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA hafi verið nokkuð brúnaþungur er hann mætti í viðtal við Fótbolta.net að leik loknum. Tilfinningin að tapa venst enda illa.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  3 FH

„Já mjög illa og mér fannst algjör óþarfi að tapa þessum leik. Mér fannst frammistaðan heilt yfir nokkuð góð og spilamennskan fín og menn að finna fínar lausnir. Góðir spilakaflar og við komum okkur vel til baka. Sýndum karakter og jöfnuðum leikinn og komum okkur í fínar stöður til þess að vinna hann.og fengum færi til þess. En við nýttum ekki tækifærin okkar og höldum áfram að gefa ódýr mörk og þá er niðustaðan þessi. “

Líkt og Jón Þór segir fengu Skagamenn sannarlega færi til þess að komast yfir í síðari hálfleiknum sem ekki nýttust. Örskömmu áður en Kjartan Kári kom FH yfir á ný 2-1 átti til að mynda Rúnar Már Sigurjónsson hörkuskot sem Mathias Rosenörn góður markvörður FH í leiknum varði vel. Það er því oft ansi stutt á milli í þessu.

„Já og andartaki áður ver hann einn gegn einum á móti Gísla (Laxdal) þannig að þá má segja að markmaðurinn hafi unnið leikinn fyrir þá.“

Jón Þór var þó ekki í vafa um að liðið gæti snúið við genginu og væri lausnin i raun nokkuð einföld.

„Það er bara að halda áfram. Það þarf að vinna sig út úr þessu og leggja hart að sér. Mér fannst á köflum aðeins vanta upp á það. Bæði í návígjum og seinni boltum. Á köflum þurftum við að gefa aðeins meira í þetta, vorum að tapa soft einvígjum á köflum. En það er bara ein leið út úr þessu og það er bara hörkuvinna.“

Johannes Vall og Steinar Þorsteinsson voru utan hóps í dag vegna meiðsla og þá var Marko Vardic ónotaður varamaður á bekk ÍA. Jón Þór var spurður hvort þeir yrðu klárir í næsta leik.

„Nei“

Veistu eitthvað hversu lengi þeir verða frá?

„Nei ég veit það ekki.“

Sagði Jón Þór en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir