Liverpool vill Barcola - Sane kominn til Tyrklands - Villa, Newcastle og Tottenham hafa áhuga á Sancho
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
Daníel Leó: Vorum heppnir að fá ekki á okkur annað
Donni: Ég er gráti næst
„Segja mjög heimskulega hluti við mann sem er með öðruvísi húðlit en þeir"
„Þetta er ekki eins og skautahlaup, það eru enginn stig fyrir stíl"
Gunnar Már: Máttum bara ekki tapa þessum leik
Jón Óli: Skítum svo upp á bak í næsta leik
Frosti: Heiðar var að pæla fyrir leik hvernig ég ætlaði að útfæra þessi skæri
Bjarni: Þú verður að ráða sagnfræðing í það
   þri 20. maí 2025 00:30
Sverrir Örn Einarsson
Jón Þór: Bara ein leið út úr þessu
Jón Þór Hauksson
Jón Þór Hauksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamenn þurftu að gera sér tap að góðu er liðið mætti FH á Akranesi fyrr í kvöld en lokatölur urðu 3-1 FH í vil. Tapið er það fimmta í sjö leikjum hjá liði ÍA og skal því engan undra að Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA hafi verið nokkuð brúnaþungur er hann mætti í viðtal við Fótbolta.net að leik loknum. Tilfinningin að tapa venst enda illa.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  3 FH

„Já mjög illa og mér fannst algjör óþarfi að tapa þessum leik. Mér fannst frammistaðan heilt yfir nokkuð góð og spilamennskan fín og menn að finna fínar lausnir. Góðir spilakaflar og við komum okkur vel til baka. Sýndum karakter og jöfnuðum leikinn og komum okkur í fínar stöður til þess að vinna hann.og fengum færi til þess. En við nýttum ekki tækifærin okkar og höldum áfram að gefa ódýr mörk og þá er niðustaðan þessi. “

Líkt og Jón Þór segir fengu Skagamenn sannarlega færi til þess að komast yfir í síðari hálfleiknum sem ekki nýttust. Örskömmu áður en Kjartan Kári kom FH yfir á ný 2-1 átti til að mynda Rúnar Már Sigurjónsson hörkuskot sem Mathias Rosenörn góður markvörður FH í leiknum varði vel. Það er því oft ansi stutt á milli í þessu.

„Já og andartaki áður ver hann einn gegn einum á móti Gísla (Laxdal) þannig að þá má segja að markmaðurinn hafi unnið leikinn fyrir þá.“

Jón Þór var þó ekki í vafa um að liðið gæti snúið við genginu og væri lausnin i raun nokkuð einföld.

„Það er bara að halda áfram. Það þarf að vinna sig út úr þessu og leggja hart að sér. Mér fannst á köflum aðeins vanta upp á það. Bæði í návígjum og seinni boltum. Á köflum þurftum við að gefa aðeins meira í þetta, vorum að tapa soft einvígjum á köflum. En það er bara ein leið út úr þessu og það er bara hörkuvinna.“

Johannes Vall og Steinar Þorsteinsson voru utan hóps í dag vegna meiðsla og þá var Marko Vardic ónotaður varamaður á bekk ÍA. Jón Þór var spurður hvort þeir yrðu klárir í næsta leik.

„Nei“

Veistu eitthvað hversu lengi þeir verða frá?

„Nei ég veit það ekki.“

Sagði Jón Þór en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner