Ítalinn Francesco Farioli er hættur sem þjálfari Ajax í Hollandi eftir eitt tímabil við stjórnvölinn.
Farioli tók við Ajax síðasta sumar og skrifaði undir samning til 2027, en hann ákvað að segja starfi sínu lausu. Alex Kroes, yfirmaður fótboltamála hjá hollenska félaginu, segir þetta mikil vonbrigði.
Farioli tók við Ajax síðasta sumar og skrifaði undir samning til 2027, en hann ákvað að segja starfi sínu lausu. Alex Kroes, yfirmaður fótboltamála hjá hollenska félaginu, segir þetta mikil vonbrigði.
Farioli segir að hann og stjórn Ajax hafi ekki verið sammála um framhaldið og því hafi hann talið best að hætta.
Ajax missti hollenska meistaratitilinn frá sér með ótrúlegum hætti en liðið komst þó aftur í Meistardeildina.
Kristian Nökkvi Hlynsson er samningsbundinn Ajax en hann er á láni hjá Sparta Rotterdam. Hann fékk fá tækifæri hjá Farioli.
Athugasemdir