Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
Jón Þór: Bara ein leið út úr þessu
Nýtt sjónarhorn sýnir að Arnar gerði rétt með því að dæma mark Vals ólöglegt
Heimir Guðjóns: Góð liðsheild og menn voru tilbúnir í þetta
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Jökull: Hrikalega ánægður með þennan hóp
Ásgeir Helgi: Helvíti erfiður að eiga við og ég er bara mjög ánægður með mig
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
   mán 19. maí 2025 23:27
Haraldur Örn Haraldsson
Heimir Guðjóns: Góð liðsheild og menn voru tilbúnir í þetta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Heimir Guðjónsson þjálfari FH var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans vann ÍA 3-1 á útivelli.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  3 FH

„Þetta var bara góð liðsheild, menn voru tilbúnir í þetta. Þegar menn mæta upp á Skaga þá þarftu að vera með grunnatriði leiksins á hreinu. Mér fannst við vera með það á löngum köflum, svo náðum við líka bara að spila fínan leik og fínar sóknir, góðir í 'tranistion'. Við misstum þá tvisvar í gegn og Matthias (Rosenörn) bjargaði okkur, en svona fyrir utan það hélt varnarleikurinn vel og sóknarleikurinn er að verða betri," sagði Heimir.

FH liðið var á tímum nálægt því að fá mörk á sig en Matthias Rosenörn stóð vaktina vel í markinu. Heimir segir að það auki sjálfstraust liðsins þegar þeir ná að refsa fyrir að andstæðingarnir nýta ekki sína sénsa.

„Færið hans Gísla (Laxdal) var gott, og seinni varslan var ósköp eðlilega varsla. Hann átti alltaf að taka það, en hann stóð sig vel í dag. Auðvitað var það gott að skora strax á eftir, við vorum öflugir. Kjartan Kári var mjög öflugur þarna vinstra megin og sérstaklega í 'transition', og við náðum að nýta okkur það."

FH liðið hefur verið upp og niður í úrslitum en hafa almennt séð ekki sýnt mikið af vondum frammistöðum. Hvað er það þá sem tengir saman frammistöðu og úrslit í kvöld?

„Það að við vorum ekki að gefa neina trúðamörk. Ef að þú tekur mótið í heild sinni, þar sem við byrjum á móti Stjörnunni. Það var eitthvað draugamark, og við áttum að fá víti, svo förum við vestur að spila á móti Vestra. Töpum þar sanngjarnt, lélegasti leikurinn okkar, svo allt í einu kemur bara í ljós að Vestri er bara með helvíti gott lið og hafa sýnt það. Svo förum við á móti KR og spilum góðan leik, erum einum færri í svona 40 mínútur, plús. Þannig að við höfum náð í frammistöður og hlutirnir hafa ekki verið að falla með okkur. Þú skapar þína eigin heppni í þessu, og við gerðum það í dag með góðri liðs frammistöðu og við þurfum að halda því áfram."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner