Liverpool gæti reynt við Osimhen - PSG ætlar ekki að selja Barcola - Williams orðaður við Arsenal
„Sýnir úr hverju menn eru gerðir þegar það er búið að berja á sér"
Gunnar Már: Sérð það á liðinu að sjálfstraustið er ekkert
Gústi Gylfa eftir fyrsta Breiðholtsslaginn: Ekki slegnir út af laginu
Mætti góðum vini sínum - „Klobbaði hann og þá fékk hann alveg að vita af því"
Jóhann Birnir: Það er akkúrat það sem við ætlum að vera
Árni Freyr: Tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við
Halli Hróðmars: Getum náð í úrslit líka þó að það dynji aðeins á okkur
„Ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun"
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
banner
   mán 19. maí 2025 22:04
Anton Freyr Jónsson
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

„Mér líður ekki vel. Svekkjandi tap og leikur sem var frekar kaflaskiptur og gott tækifæri fyrir okkur í dag að vinna Breiðablik á Kópavogsvelli sem er ekki búið að gerast mjög lengi." sagði Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals eftir 2-1 tapið á Kópavogsvelli í kvöld. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Valur

„Við komum vel inn í leikinn. Svæði sem við vorum að sækja í galopin og fáum tvær eða þrjár mjög góðar stöður í kjölfarið til að bæta við öðru markinu en svo kemur kafli í leiknum þar sem þeir þrýsta okkur alltof aftarlega og þeir náðiu því mómenti að jafna sem ég held að við hefðum átt að gera betur í."

„Seinni hálfleikurinn var svipaður og fyrri hálfleikurinn, kaflaskiptur leikur. Þeirr móment þegar þeir hafa sínar mínútur og stýra leiknum og þrýsta okkur neðar en samt ekkert að skapa færi fyrir utan markvörsluna hjá Fredda (Frederik Schram). og okkr móment í lok seinni hálfleik að jafna leikinn og ég er bara mjög svekktur því mér fannst við ekki hafa átt skilið að tapa þessum leik í dag."

Lokamínúturnar voru heldur betur skrautlegar. Valur vildi víti og svo skoraði Valur í uppbótartíma en brot var dæmt inn á teignum. Tufa var spurður  út í þessi atvik.

„Mjög svekkjandi og það er ekki í fyrsta skipti í sumar að litlu atriðin sem hefur áhrif á úrslit leiksins sem fellur ekki með okkur og ég var að sjá þetta akkúrat áðan inn í klefanum og mér fannst þetta pjúra víti og markið var ekki alveg rétt dæmt af en þegar svona hlutir eru dekki að falla með þér þá verðuru bara að leggja enn meira á þig og reyna að snúa þessu í velgengni."


Athugasemdir
banner