Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
Jón Þór: Bara ein leið út úr þessu
Nýtt sjónarhorn sýnir að Arnar gerði rétt með því að dæma mark Vals ólöglegt
Heimir Guðjóns: Góð liðsheild og menn voru tilbúnir í þetta
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Jökull: Hrikalega ánægður með þennan hóp
Ásgeir Helgi: Helvíti erfiður að eiga við og ég er bara mjög ánægður með mig
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
   mán 19. maí 2025 22:04
Anton Freyr Jónsson
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

„Mér líður ekki vel. Svekkjandi tap og leikur sem var frekar kaflaskiptur og gott tækifæri fyrir okkur í dag að vinna Breiðablik á Kópavogsvelli sem er ekki búið að gerast mjög lengi." sagði Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals eftir 2-1 tapið á Kópavogsvelli í kvöld. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Valur

„Við komum vel inn í leikinn. Svæði sem við vorum að sækja í galopin og fáum tvær eða þrjár mjög góðar stöður í kjölfarið til að bæta við öðru markinu en svo kemur kafli í leiknum þar sem þeir þrýsta okkur alltof aftarlega og þeir náðiu því mómenti að jafna sem ég held að við hefðum átt að gera betur í."

„Seinni hálfleikurinn var svipaður og fyrri hálfleikurinn, kaflaskiptur leikur. Þeirr móment þegar þeir hafa sínar mínútur og stýra leiknum og þrýsta okkur neðar en samt ekkert að skapa færi fyrir utan markvörsluna hjá Fredda (Frederik Schram). og okkr móment í lok seinni hálfleik að jafna leikinn og ég er bara mjög svekktur því mér fannst við ekki hafa átt skilið að tapa þessum leik í dag."

Lokamínúturnar voru heldur betur skrautlegar. Valur vildi víti og svo skoraði Valur í uppbótartíma en brot var dæmt inn á teignum. Tufa var spurður  út í þessi atvik.

„Mjög svekkjandi og það er ekki í fyrsta skipti í sumar að litlu atriðin sem hefur áhrif á úrslit leiksins sem fellur ekki með okkur og ég var að sjá þetta akkúrat áðan inn í klefanum og mér fannst þetta pjúra víti og markið var ekki alveg rétt dæmt af en þegar svona hlutir eru dekki að falla með þér þá verðuru bara að leggja enn meira á þig og reyna að snúa þessu í velgengni."


Athugasemdir