
Ingimar Arnar Kristjánsson leikmaður Þórs skoraði í gær sitt fyrsta mark á Íslandsmóti fyrir meistaraflokk. Þetta var 49. leikur hans í Lengjudeildinni og loksins kom fyrsta markið.
Ingimar vonast til þess að þar með hafi einhverri bölvun verið aflétt því þessi tvítugi leikmaður hefur verið iðinn við kolann í öðrum keppnum.
Hann hefur til dæmis skorað fimm mörk í Mjólkurbikarnum síðustu ár og sex mörk í Lengjubikarnum ásamt því að hann raðaði inn mörkum fyrir 2. flokk áður en hann gekk upp.
Ingimar vonast til þess að þar með hafi einhverri bölvun verið aflétt því þessi tvítugi leikmaður hefur verið iðinn við kolann í öðrum keppnum.
Hann hefur til dæmis skorað fimm mörk í Mjólkurbikarnum síðustu ár og sex mörk í Lengjubikarnum ásamt því að hann raðaði inn mörkum fyrir 2. flokk áður en hann gekk upp.
Lestu um leikinn: Þór 2 - 4 Keflavík
„Ingimar fær sendingu inn í teiginn og Sindri kemur á móti honum. Ingimar lyftir boltanum snyrtilega yfir hann og í netið. Vel gert," skrifaði Sigurður Bibbi Sigurðarson í textalýsingu frá leik Þórs og Keflavíkur í gær.
Ingimar minnkaði muninn í 2-4 á 74. mínútu leiksins svo markið gerði ekki mikið fyrir Þór en mögulega gerir það mikið fyrir Ingimar í framhaldinu.
Athugasemdir