Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
   mán 19. maí 2025 14:51
Elvar Geir Magnússon
Tók 49 leiki í að skora loksins á Íslandsmótinu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingimar Arnar Kristjánsson leikmaður Þórs skoraði í gær sitt fyrsta mark á Íslandsmóti fyrir meistaraflokk. Þetta var 49. leikur hans í Lengjudeildinni og loksins kom fyrsta markið.

Ingimar vonast til þess að þar með hafi einhverri bölvun verið aflétt því þessi tvítugi leikmaður hefur verið iðinn við kolann í öðrum keppnum.

Hann hefur til dæmis skorað fimm mörk í Mjólkurbikarnum síðustu ár og sex mörk í Lengjubikarnum ásamt því að hann raðaði inn mörkum fyrir 2. flokk áður en hann gekk upp.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  4 Keflavík

„Ingimar fær sendingu inn í teiginn og Sindri kemur á móti honum. Ingimar lyftir boltanum snyrtilega yfir hann og í netið. Vel gert," skrifaði Sigurður Bibbi Sigurðarson í textalýsingu frá leik Þórs og Keflavíkur í gær.

Ingimar minnkaði muninn í 2-4 á 74. mínútu leiksins svo markið gerði ekki mikið fyrir Þór en mögulega gerir það mikið fyrir Ingimar í framhaldinu.
Athugasemdir
banner