Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
   mán 19. maí 2025 08:48
Elvar Geir Magnússon
Lineker hættir hjá BBC - Verður ekki í HM umfjölluninni
Mynd: EPA
Gary Lineker mun láta af störfum hjá BBC eftir að hann stýrir Match of the Day í síðasta sinn um næstu helgi.

Lineker átti að vera kynnir í umfjöllun BBC um HM á næsta ári en nú er ljóst að svo verður ekki. Hann mun alfarið láta af störfum hjá breska ríkissjónvarpinu.

Það hefur gustað um Lineker hjá BBC í nokkurn tíma, meðal annars vegna umdeildra færslna á samfélagsmiðlum sem tengjast pólitík. Í síðustu viku baðst hann afsökunar á að hafa deilt mynd af rottu sem hefur verið tengd við gyðingahatur.

Lineker sagðist ekki hafa verið meðvitaður um þýðingu myndarinnar og sagðist hafa fjarlægt færsluna um leið og hann áttaði sig.

Það er talið að yfirmenn BBC hafi talið best að leiðir stöðvarinnar og Lineker myndu skilja.
Athugasemdir