Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 21. júní 2019 09:38
Elvar Geir Magnússon
Petr Cech tekinn til starfa hjá Chelsea (Staðfest)
Mættur aftur!
Mættur aftur!
Mynd: Getty Images
Petr Chech fyrrum markvörður Chelsea er kominn aftur til félagsins, sem tæknilegur ráðgjafi. Cech er 37 ára og var ellefu ár sem leikmaður Chelsea en þar vann hann þrettán titla, þar af fjóra Englandsmeistaratitla og Meistaradeildina.

Hann gekk í raðir grannana í Arsenal 2015 og lagði hanskana á hilluna eftir tap liðsins gegn Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í síðasta mánuði.

Um hvað snýst starf Cech hjá Chelsea?
Þessi fyrrum landsliðsmaður Tékklands mun veita ráðgjöf varðandi fótboltatengd málefni og frammistöðu. Þá mun hann eiga að mynda betri tengsl milli aðalliðsins og unglinga-akademíunnar.

„Ég lít á það sem forréttindi að fá þetta tækifæri til að snúa aftur til Chelsea og aðstoða við að skapa bestu mögulegu aðstæður til að félagið nái árangri," segir Cech en hann og framkvæmdastjóri félagsins, Marina Granovskaia, munu vinna náið saman.

Það eru breytingar hjá Chelsea en Maurizio Sarri er hættur sem knattspyrnustjóri eftir eitt tímabil við stjórnvölinn. Frank Lampard, fyrrum leikmaður Chelsea og núverandi stjóri Derby, er talinn líklegastur til að taka við.

Chelsea er í tveggja glugga kaupbanni en hefur áfrýjað þeim dómi til alþjóða íþróttadómstólsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner