Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 21. júní 2021 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarliðin á EM: Danir halda í sama lið - De Bruyne byrjar
De Bruyne er tæpur en hann kom inn á gegn Dönum og átti frábæran leik.
De Bruyne er tæpur en hann kom inn á gegn Dönum og átti frábæran leik.
Mynd: EPA
Það eru áhugaverðir leikir á Evrópumótinu í kvöld. Tveir síðustu leikirnir í B-riðlinum byrja klukkan 19:00.

Í B-riðli er Belgía komin áfram með sex stig. Þeir mæta Finnum, sem eru með þrjú stig. Rússar eru einnig með þrjú stig en þeir mæta Dönum sem eru án stiga. Það gæti mögulega endað þannig að það verði þrjú lið með þrjú stig í þessum riðli í kvöld þegar flautað verður til leiksloka. Þá ráða innbyrðis viðureignir og markatalan.

Daanmörk stillir upp sama liði gegn Belgíu í dag. Mikkel Damsgaard, sem kom sterkur inn gegn Belgum, byrjar aftur og það verður gaman að sjá hvað kemur frá honum.

Belgar hrista ágætlega upp í byrjunarliði sínu en bæði Kevin de Bruyne og Eden Hazard byrja. Hér að neðan má sjá öll byrjunarliðin í leikjum kvöldsins.

Byrjunarlið Rússlands: Safonov, Fernandes, Diveev, Dzhikiya, Kudryashov, Zobnin, Kuzyaev, Ozdoev, Miranchuk, Dzyuba, Golovin.

Byrjunarlið Danmerkur: Schmeichel, Christensen, Kjaer, Vestergaard, Maehle, Wass, Hojbjerg, Delaney, Poulsen, Damsgaard, Braithwaite.

Byrjunarlið Finnlands: Hradecky, O’Shaughnessy, Arajuuri, Toivio, Uronen, Kamara, Lod, Sparv, Raitala, Pukki, Pohjanpalo.

Byrjunarlið Belgíu: Courtois, Vermaelen, Denayer, Boyata, Chadli, De Bruyne, Witsel, Trossard, Doku, Lukaku, E. Hazard.
Athugasemdir
banner
banner
banner