Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 21. júní 2021 14:58
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarliðin á EM: Kveðjuleikur Goran Pandev
Goran Pandev.
Goran Pandev.
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Klukkan 16:00 fer fram lokaumferðin í C-riðli á EM alls staðar þar sem Hollendingar eru komnir með fullt hús stiga. Þeir mæta Norður-Makedóníu sem er án stiga. Úkraína og Austurríki mætast þá í baráttunni um annað sætið, en bæði þessi lið eru með þrjú stig.

Marko Arnautovic snýr aftur í lið Austurríkis eftir að hafa tekið út leikbann gegn Hollandi.

C-riðill á EM:
16:00 Úkraína - Austurríki
16:00 Norður-Makedónía - Holland

Goran Pandev er í byrjunarliði Norður-Makedóníu gegn Hollandi en þetta verður síðasti landsleikur þessa 37 ára leikmanns sem er markahæstu í sögu landsliðsins.

Pandev, sem spilar fyrir Genoa, hefur skorað 38 landsliðsmörk. Eitt af þeim tryggði Makedóníumönnum á EM alls staðar, þeirra fyrsta stórmót.

Byrjunarlið Úkraínu gegn Austurríki: Bushchan - Karavaev, Zabarnyi, Matviyenko, Mykolenko - Malinovskyi, Shaparenko, Sydorchuk, Zinchenko - Yarmolenko, Yaremchuk

Byrjunarlið Austurríkis gegn Úkraínu: Bachmann - Dragovic, Alaba, Hinteregger - Lainer, Sabitzer, Schlager, Grillitsch, Laimer - Baumgartner, Arnautovic

Byrjunarlið Norður-Makedóníu gegn Hollandi: Dimitrievski; Ristovski, Velkovski, Musliu, Alioski; Bardi, Ademi; Trickovski, Elmas, Trajkovski; Pandev.

Byrjunarlið Hollands gegn Norður-Makedóníu: Stekelenburg; Dumfries, De Vrij, De Ligt, Blind, Van Aanholt; De Jong, Gravenberch, Wijnaldum; Malen, Memphis Depay.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner