mán 21. júní 2021 15:15
Elvar Geir Magnússon
Man City gerði 100 milljóna punda tilboð í Kane
Harry Kane, sóknarmaður Tottenham.
Harry Kane, sóknarmaður Tottenham.
Mynd: EPA
Manchester City hefur gert fyrsta tilboð í enska sóknarmanninn Harry Kane hjá Tottenham en það hljóðar upp á 100 milljónir punda. Búist er við því að tilboðinu verði hafnað.

City er opið fyrir því að bjóða Tottenham einhverja leikmenn sem hluta af samkomulagi. Raheem Sterl­ing, Ay­meric Laporte og Gabriel Jes­us hafa þar verið nefndir sem mögulegir kostir.

Kane vill takast á við nýja áskorun á sínum ferli en hann hefur ekki náð að vinna titil með Tottenham og Pep Guardiola, stjóri City, er með leikmanninn efstan á sínum óskalista.

Sagt er að Tottenham sé með 120 milljóna punda verðmiða á Kane en leikmaðurinn telur sig vera með heiðursmannasamkomulag við Daniel Levy stjórnarformann um að vera seldur í sumar.

Kane er með enska landsliðinu á EM og segir að vangaveltur um framtíð sína hafi engin áhrif á mótið.

Enn er óvíst hver tekur við Tottenham fyrir næsta tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner