Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 21. júní 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í 3. deild: Ótrúlega augljóst hversu mikilvægur hann er
Arnar Sigþórsson (ÍH)
Mynd: FH
Leikmaður sjöundu umferðar í 3. deild - í boði Jako Sport - er aðra umferðina í röð Arnar Sigþórsson, leikmaður ÍH.

Arnar skoraði eitt og lagði upp tvö í 4-2 sigri ÍH gegn KH í umferðinni. Arnar er 21 árs FH-ingur sem var á láni hjá Þrótti Vogum fyrri hluta síðasta tímabils en lék svo með ÍH seinni hlutann. Hann er aftur á láni hjá ÍH á þessu tímabili og hefur skorað fimm mörk í sex deildarleikjum.

„Við erum allir sammála um að þegar þú skorar og leggur upp tvö í sex stiga leik þá átt þú klárlega skilið að vera leikmaður umferðarinnar," sagði Óskar Smári Haraldsson í Ástríðunni.

„Hann skilaði bestu frammistöðunni í þessari umferð," sagði Sverrir Mar Smárason.

„Hann skoraði líka annað mark sem var dæmt af. Það bannar okkur ekki að velja hann aftur að hann hafi verið valinn síðast. Hann á það bara skilið," sagði Óskar.

„Mér finnst þetta ÍH lið ekkert stórkostlegt. Svo kemur Arnar með stjörnuframmistöðu tvo leiki í röð og þeir vinna þessa tvo leiki. Það er ótrúlega augljóst hversu mikilvægur hann er. Þegar hann á stjörnuframmistöðu þá vinnur liðið og ef hann á ekki stjörnuframmistöðu þá tapa þeir. Þannig hefur það verið í sumar og það er einn þriðji búinn af mótinu," sagði Gylfi Tryggvason.

Hægt er að hlusta á Ástríðuna í spilaranum neðst í fréttinni eða í öllum hlaðvarpsveitum

Áttunda umferðin:
þriðjudagur 21. júní
18:00 Víðir-Dalvík/Reynir (Nesfisk-völlurinn)

föstudagur 24. júní
19:15 Kári-KH (Akraneshöllin)
19:15 ÍH-Vængir Júpiters (Skessan)

laugardagur 25. júní
14:00 Sindri-Augnablik (Sindravellir)
14:00 Kormákur/Hvöt-Elliði (Blönduósvöllur)
18:00 KFS-KFG (Vestmannaeyjavöllur)
Ástríðan - 7. umferð - Arnar Halls hættir fyrir úrslitaleiki og toppbaráttan í 3. deild svakaleg
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner