Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   þri 21. júní 2022 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Blind búinn að sannfæra Rashford
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: EPA
Hollenski varnarmaðurinn Daley Blind er búinn að ræða við Marcus Rashford og sannfæra hann um að vera áfram hjá Man Utd.

Blind og Rashford spiluðu á sínum tíma saman hjá Man Utd og eru enn í dag góðir félagar.

Hinn 24 ára gamli Rashford átti skelfilegt tímabil og skoraði aðeins 5 mörk í 32 leikjum. Hann var á köflum alveg ævintýralega lélegur.

Hann hefur verið orðaður við önnur félög í sumar en samkvæmt Goal er hann núna spenntur fyrir því að vera áfram hjá United og vinna undir stjórn Erik ten Hag sem er tekinn við liðinu.

Fram kemur í greininni að Rashford hafi rætt við Blind og sé eftir það spjall mjög spenntur fyrir því að vinna með Ten Hag, en Blind hefur síðustu ár leikið undir stjórn Ten Hag hjá Ajax.
Athugasemdir
banner