banner
   þri 21. júní 2022 13:30
Elvar Geir Magnússon
Formaður enska sambandsins hrósar Southgate í hástert
Gareth Southgate.
Gareth Southgate.
Mynd: EPA
Debbie Hewitt, formaður enska fótboltasambandsins, segir að Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands sé með fullt traust stjórnarinnar.

Það stefnir í að England falli úr A-deild Þjóðadeildarinnar eftir niðurlægjandi 4-0 tap gegn Unverjalandi í síðustu viku.

„Hann er sá landsliðsþjálfari Englands sem hefur notið mestrar velgengni sem við höfum séð í 55 ár. Hann hefur sýnt seiglu og ábyrgð en það sem almenningur sér ekki er menningin sem hann hefur skapað," segir Hewitt.

„Áður en Gareth varð stjóri þá var ekki sama stolt yfir því að klæðast ensku landsliðstreyjunni. Það voru deilur meðal manna. Hann hefur algjörlegega snúið því við og ég hef orðið vitni að því sjálf."

„Ég hef unnið í viðskiptalífinu og færni Gareth, hans háa greindarvísistala, myndi gera hann að færum framkvæmdastjóra á öllum sviðum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner