Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   þri 21. júní 2022 23:18
Haraldur Örn Haraldsson
Kaj Leo: Ég veðjaði og það tókst
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kaj Leo Í Bartalstovu leikmaður ÍA skoraði eina mark heimamanna í kvöld þegar þeir mættu FH. Liðin skildu jöfn í kvöld en veðrið og aðstæður gerðu mönnum erfitt fyrir.

Kaj bað um að taka viðtalið á ensku en hann er færeyskur og talar ágæta íslensku en treysti sér ekki í viðtalið á öðru en ensku. Viðtalið verður þó þýtt hér fyrir neðan.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  1 FH

„Við vildum augljóslega fá 3 stig en það gerðist ekki í dag. Ef þú hugsar út í aðstæðurnar sem við höfðum í dag þá gerðum við vel. Við reyndum að spila fótbolta en það var frekar erfitt því völlurinn var blautur og það var mikill vindur. En allt í allt var jafntefli líkast til sanngjörn niðurstaða. Þótt við vildum öll 3 stigin verðum við að vera sáttir með 1 stig í dag."

Kaj Leo skoraði mark ÍA eftir slæm mistök frá Atla Gunnari markvarðar FH.

„Ég vissi að völlurinn væri mjög erfður og ég sá að hann ætlaði að taka snertingu. Þannig ég veðjaði á það að hann myndi taka snertingu sem ég gæti náð til og það tókst. Í svona aðstæðum verður maður bara að vera tilbúinn að nýta sér slíkt."

ÍA hefur fengið 2 stig úr þeim 2 leikjum sem hafa komið eftir landsleikjahlé en frammistaðan hefur verið betri.

„Við höfum alveg klárlega spilað betur núna, við áttum frekar slæma leiki áður en mér líður eins og við hefðum átt að vinna báða síðustu 2 leiki og það er svekkjandi. Jákvæði hlutinn er þó að við erum að spila miklu betur núna og við munum verða betri út tímabilið."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner