Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og Írksir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
   þri 21. júní 2022 23:18
Haraldur Örn Haraldsson
Kaj Leo: Ég veðjaði og það tókst
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kaj Leo Í Bartalstovu leikmaður ÍA skoraði eina mark heimamanna í kvöld þegar þeir mættu FH. Liðin skildu jöfn í kvöld en veðrið og aðstæður gerðu mönnum erfitt fyrir.

Kaj bað um að taka viðtalið á ensku en hann er færeyskur og talar ágæta íslensku en treysti sér ekki í viðtalið á öðru en ensku. Viðtalið verður þó þýtt hér fyrir neðan.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  1 FH

„Við vildum augljóslega fá 3 stig en það gerðist ekki í dag. Ef þú hugsar út í aðstæðurnar sem við höfðum í dag þá gerðum við vel. Við reyndum að spila fótbolta en það var frekar erfitt því völlurinn var blautur og það var mikill vindur. En allt í allt var jafntefli líkast til sanngjörn niðurstaða. Þótt við vildum öll 3 stigin verðum við að vera sáttir með 1 stig í dag."

Kaj Leo skoraði mark ÍA eftir slæm mistök frá Atla Gunnari markvarðar FH.

„Ég vissi að völlurinn væri mjög erfður og ég sá að hann ætlaði að taka snertingu. Þannig ég veðjaði á það að hann myndi taka snertingu sem ég gæti náð til og það tókst. Í svona aðstæðum verður maður bara að vera tilbúinn að nýta sér slíkt."

ÍA hefur fengið 2 stig úr þeim 2 leikjum sem hafa komið eftir landsleikjahlé en frammistaðan hefur verið betri.

„Við höfum alveg klárlega spilað betur núna, við áttum frekar slæma leiki áður en mér líður eins og við hefðum átt að vinna báða síðustu 2 leiki og það er svekkjandi. Jákvæði hlutinn er þó að við erum að spila miklu betur núna og við munum verða betri út tímabilið."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner