Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
banner
   fös 21. júní 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Harrison aftur á leið til Everton
Jack Harrison.
Jack Harrison.
Mynd: Getty Images
Kantmaðurinn Jack Harrison er við það að ganga aftur í raðir Everton á láni frá Leeds.

Hinn 27 ára gamli Harrison varði síðasta tímabili á láni hjá Everton eftir að Leeds féll úr ensku úrvalsdeildinni.

Leeds er áfram að fara að leika í næst efstu deild og þess vegna verður áfram Harrison áfram á láni hjá Everton.

Harrison hefur varið stórum hluta ferils síns á láni. Hann fór fyrst til Manchester City frá New York City FC í Bandaríkjunum árið 2018 en hann spilaði ekki einn leik fyrir City. Hann fór á láni til Middlesbrough og svo til Leeds, en hann var svo keyptur til síðarnefnda félagsins.

Harrison, sem lék áður með U21 landsliði Englands, skoraði fjögur mörk fyrir Everton á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner