Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 21. júlí 2022 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
2-3 vikur í Arnór Borg - „Eins og að fá nýjan leikmann"
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Arnór Borg Guðjohnsen gekk í raðir Víkings síðasta haust eftir tvö tímabil með Fylki. Arnór hefur glímt við langvarandi meiðsli en er við það að snúa til baka á völlinn. Hann fór í aðgerð fyrir mót og hefur ekkert spilað í sumar.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var spurður út í Arnór í viðtali í gær.

„Hann er byrjaður að æfa nánast á fullu en þó ekki alveg. Ég held það séu kannski 2-3 vikur í að við förum mögulega að gefa honum mínútur. Það er bara eins og að fá nýjan leikmann," sagði Arnar.

Arnór er 21 árs gamall og er sóknarsinnaður leikmaður. Hann er sonur Arnórs Guðjohnsen og er hálfbróðir Eiðs Smára Guðjohnsen. Arnór lék með yngri flokkum Breiðabliks og var svo á mála hjá Swansea í þrjú ár áður en hann fór í Fylki.
Eins og hjá bresku liði á tíunda áratugnum - „Engin fallhlíf lengur"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner