Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 21. ágúst 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsheimilinu
„Klúðraði mikilvægri vítaspyrnu en kannski var það gott eftir á"
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga.
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er risastór leikur fyrir félagið, fyrir leikmennina og stuðningsmennina. Við ætlum að standa okkur vel á morgun," segir Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, í samtali við Fótbolta.net.

Víkingur mun á morgun leika fyrri leik sinn gegn Santa Coloma frá Andorra í umspili um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.

„Undirbúningurinn hefur verið mjög góður og við höfum horft á mikið af myndböndum eins og við gerum alltaf. Núna er það undir leikmönnunum komið að vera 100 prósent og skila góðri frammistöðu."

Hann er bjartsýnn á að Víkingar nái að slá út Santa Coloma og liðið komist þannig í aðalkeppnina. „Við eigum að vera betra liðið og við eigum að bara að spila okkar leik, hafa gaman."

Nikolaj segir að andinn í hópnum og leikmenn séu meðvitaðir um mikilvægi þess að ná í góð úrslit.

Þetta Evrópuævintýri hefur verið upp og niður fyrir Nikolaj sjálfan en hann klúðraði vítaspyrnu á ögurstundu gegn Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildarinnar sem varð til þess að Víkingur féll í Sambandsdeildina. En svo skoraði hann mikilvægt mark gegn Flora Tallinn frá Eistlandi í síðustu umferð.

Eftir að Víkingar féllu út gegn Shamrock Rovers, þá hafa þeir verið nokkuð heppnir með drátt og komist í gegnum tvö einvígi.

„Þetta hefur verið upp og niður. Ég klúðraði mikilvægri vítaspyrnu gegn Shamrock en kannski var það bara gott eftir á," sagði Nikolaj léttur. „Fyrstu tveir sólarhringarnir eftir vítaklúðrið voru erfiðir en ég hef jafnað mig á því núna. Þú klúðrar stundum og skorar stundum úr vítaspyrnum. Þannig er það bara."

„Við vitum allir að leikurinn á morgun er svo mikilvægur fyrir félagið allt. Við verðum að vera fókuseraðir og vinna þá á heimavelli," sagði danski sóknarmaðurinn og bætti við að lokum að það mætti ekki vanmeta Santa Coloma.

Allt viðtalið er hægt að sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner