Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mið 21. ágúst 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsheimilinu
„Klúðraði mikilvægri vítaspyrnu en kannski var það gott eftir á"
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga.
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er risastór leikur fyrir félagið, fyrir leikmennina og stuðningsmennina. Við ætlum að standa okkur vel á morgun," segir Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, í samtali við Fótbolta.net.

Víkingur mun á morgun leika fyrri leik sinn gegn Santa Coloma frá Andorra í umspili um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.

„Undirbúningurinn hefur verið mjög góður og við höfum horft á mikið af myndböndum eins og við gerum alltaf. Núna er það undir leikmönnunum komið að vera 100 prósent og skila góðri frammistöðu."

Hann er bjartsýnn á að Víkingar nái að slá út Santa Coloma og liðið komist þannig í aðalkeppnina. „Við eigum að vera betra liðið og við eigum að bara að spila okkar leik, hafa gaman."

Nikolaj segir að andinn í hópnum og leikmenn séu meðvitaðir um mikilvægi þess að ná í góð úrslit.

Þetta Evrópuævintýri hefur verið upp og niður fyrir Nikolaj sjálfan en hann klúðraði vítaspyrnu á ögurstundu gegn Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildarinnar sem varð til þess að Víkingur féll í Sambandsdeildina. En svo skoraði hann mikilvægt mark gegn Flora Tallinn frá Eistlandi í síðustu umferð.

Eftir að Víkingar féllu út gegn Shamrock Rovers, þá hafa þeir verið nokkuð heppnir með drátt og komist í gegnum tvö einvígi.

„Þetta hefur verið upp og niður. Ég klúðraði mikilvægri vítaspyrnu gegn Shamrock en kannski var það bara gott eftir á," sagði Nikolaj léttur. „Fyrstu tveir sólarhringarnir eftir vítaklúðrið voru erfiðir en ég hef jafnað mig á því núna. Þú klúðrar stundum og skorar stundum úr vítaspyrnum. Þannig er það bara."

„Við vitum allir að leikurinn á morgun er svo mikilvægur fyrir félagið allt. Við verðum að vera fókuseraðir og vinna þá á heimavelli," sagði danski sóknarmaðurinn og bætti við að lokum að það mætti ekki vanmeta Santa Coloma.

Allt viðtalið er hægt að sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner