Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
   mið 21. ágúst 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsheimilinu
„Klúðraði mikilvægri vítaspyrnu en kannski var það gott eftir á"
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga.
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er risastór leikur fyrir félagið, fyrir leikmennina og stuðningsmennina. Við ætlum að standa okkur vel á morgun," segir Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, í samtali við Fótbolta.net.

Víkingur mun á morgun leika fyrri leik sinn gegn Santa Coloma frá Andorra í umspili um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.

„Undirbúningurinn hefur verið mjög góður og við höfum horft á mikið af myndböndum eins og við gerum alltaf. Núna er það undir leikmönnunum komið að vera 100 prósent og skila góðri frammistöðu."

Hann er bjartsýnn á að Víkingar nái að slá út Santa Coloma og liðið komist þannig í aðalkeppnina. „Við eigum að vera betra liðið og við eigum að bara að spila okkar leik, hafa gaman."

Nikolaj segir að andinn í hópnum og leikmenn séu meðvitaðir um mikilvægi þess að ná í góð úrslit.

Þetta Evrópuævintýri hefur verið upp og niður fyrir Nikolaj sjálfan en hann klúðraði vítaspyrnu á ögurstundu gegn Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildarinnar sem varð til þess að Víkingur féll í Sambandsdeildina. En svo skoraði hann mikilvægt mark gegn Flora Tallinn frá Eistlandi í síðustu umferð.

Eftir að Víkingar féllu út gegn Shamrock Rovers, þá hafa þeir verið nokkuð heppnir með drátt og komist í gegnum tvö einvígi.

„Þetta hefur verið upp og niður. Ég klúðraði mikilvægri vítaspyrnu gegn Shamrock en kannski var það bara gott eftir á," sagði Nikolaj léttur. „Fyrstu tveir sólarhringarnir eftir vítaklúðrið voru erfiðir en ég hef jafnað mig á því núna. Þú klúðrar stundum og skorar stundum úr vítaspyrnum. Þannig er það bara."

„Við vitum allir að leikurinn á morgun er svo mikilvægur fyrir félagið allt. Við verðum að vera fókuseraðir og vinna þá á heimavelli," sagði danski sóknarmaðurinn og bætti við að lokum að það mætti ekki vanmeta Santa Coloma.

Allt viðtalið er hægt að sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner