Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 21. september 2019 18:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Albert Brynjar óviss með framtíð sína
Albert í leik með Fjölni í sumar.
Albert í leik með Fjölni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Brynjar Ingason er óviss um það hvort hann verði áfram hjá Fjölni og spili með liðinu í Pepsi Max-deildinni næsta sumar.

Fjölnir tapaði í dag Keflavík í lokaumferð Inkasso-deildarinnar. Fjölnismenn voru búnir að tryggja sig upp fyrir leikinn, en þeir misstu efsta sætið til Gróttu.

Sögusagnir hafa verið um það að Albert gæti tekið slaginn með Kórdrengjum í 2. deild næsta sumar.

Hann var spurður út í framtíð sína í viðtali eftir leikinn í dag.

„Ég veit það ekki er heiðarlegt svar. Ég ætlaði að klára þennan leik og vonaðist til þess að fagna því með Fjölnisliðinu með bikar. Ég ætlaði að láta daginn í dag og næstu daga ekki snúast um neitt annað en að fagna því sem við höfum afrekað í sumar. Sumarið er fínt, við náðum einu af tveimur markmiðum okkar."

„Ég ætla að taka mér tíma, alla vega út september, og ræða það við Fjölni. Mér líður ágætlega í Grfarvoginum, frábært félag og mér þykir vænt um það - það er komið vel fram við mig þar. Ég tek mér smá tíma og ræði við Fjölni á næstu dögum."
Albert Brynjar: Spennustigið of hátt
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner