Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   lau 21. september 2019 17:06
Baldvin Már Borgarsson
Lillý Rut: Ákváðum að gera þetta aðeins of spennandi
Kvenaboltinn
Lillý skorar fyrir Val í dag.
Lillý skorar fyrir Val í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lillý var eðlilega sátt með sigurinn gegn Keflavík en með sigrinum innsiglaði Valur Íslandsmeistaratitilinn sem hefur verið í augsýn í allt sumar eftir mikla og harða baráttu við Breiðablik.
Lillý skoraði sitt fyrsta og eina mark í sumar í þessum leik og kom það sér vel í 3-2 sigrinum á Keflavík.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 Keflavík

Þú ert orðinn Íslandsmeistari, hvernig líður þér?

„Ég eiginlega get bara ekki lýst því, þetta er bara geggjað.''

„Við vorum komnar í mjög sterka stöðu í stöðunni 3-0 en svo ákváðum við að gera þetta aðeins of spennandi, ég helst þá upp á eigin spýtur en svo var þetta mjög sætt þarna í endann, skiptir engu máli hvernig leikurinn endar.''

Þú skorar mark í dag, þú gerir það ekki á hverjum degi.

„Nei þetta var fyrsta markið á tímabilinu, ég skora alltaf eitt á tímabili og það kom svolítið seint núna.''

Er öðruvísi tilfinning að vinna titilinn með Val heldur en með uppeldisfélaginu?

„Auðvitað er það öðruvísi en tilfinningin er alltaf jafn frábær og þetta er alltaf jafn skemmtilegt.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Lillý betur um leikinn, framhaldið, markmiðin og Þór/KA.
Athugasemdir
banner