Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 21. september 2020 18:32
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Wolves og Man City: Foden fær traustið
Wolves og Manchester City eigast við í ensku úrvalsdeildinni klukkan 19:15 í kvöld en leikurinn fer fram á Molineux-leikvanginum. Phil Foden er í byrjunarliði Manchester City.

Wolves teflir fram öflugu liði í kvöld en Raul Jimenez er í fremstu víglínu með Pedro Neto og Daniel Podence.

Hollenski miðvörðurinn Nathan Aké er þá í hjarta varnarinnar með John Stones hjá City. Gabriel Jesus er fremstur.

Phil Foden fær þá traustið frá Pep Guardiola þrátt fyrir hótelskandalinn á Íslandi sem varð til þess að Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, sendi hann heim ásamt Mason Greenwood, leikmanni Man Utd.

Wolves: Patricio; Boly, Coady, Saiss; Traore, Neves, Moutinho, Marca; Podence, Neto, Jimenez.

Man City: Ederson, Walker, Stones, Ake, Mendy, Rodrigo, Fernandinho (C), De Bruyne, Foden, Sterling, Jesus.
Athugasemdir
banner
banner
banner